Showing posts with label It´s faaantastic. Show all posts
Showing posts with label It´s faaantastic. Show all posts

Tuesday, July 1, 2014

Arenas er búinn að fá kaupið sitt


Það er langt síðan ólíkindatólið Gilbert Arenas hætti að spila í NBA deildinni, en hann var samt í þriðja sæti yfir launahæstu leikmenn NBA deildarinnar á liðinni leiktíð með rúman tvo og hálfan milljarð króna í árslaun.

Hann spilaði heila 49 leiki fyrir Orlando, sem fékk hann til sín í skiptum fyrir Rashard Lewis. Orlando nýtti sér svo amnesty-undanþáguna til að losa sig við hann, en þurfti auðvitað að borga launin hans í topp. Hann er nýbúinn að fá síðustu ávísunina sína. en hefur ekki verið tekinn alvarlega sem leikmaður síðan 2007.

Þessir milljarðar sem Arenas hefur verið áskrifandi að undanfarin ár, eru einhver mesti þjófnaður í sögu deildarinnar. Af hverju getum við ekki fengið svona eins og pínulitlar 200 milljónir af þessu - við gætum meira að segja sætt okkur við smáaura eins og 50 milljónir!

Það er ekki honum að kenna að hann meiddist, en samt. Kommon.


Wednesday, December 11, 2013

Indiana vann fyrstu lotu


Indiana (19-3) sendi meisturum Miami (16-6) smá skilaboð í nótt með því að hafa betur 90-84 í fyrsta einvígi liðanna í deildakeppninni. Leikurinn fór fram í Indiana, þar sem heimamenn eru taplausir í tíu leikjum.

Góðu fréttirnar eru að þessi frábæru lið mætast aftur næsta miðvikudag en þá verður leikið í Miami. Hérna fyrir neðan eru nokkrir tölfræðipunktar úr einvíginu. Þarna sjáið þið m.a. hvað varnarleikur Pacers er rosalega sterkur og hvernig Paul George gekk að dekka LeBron James.