Showing posts with label Scottie Pippen. Show all posts
Showing posts with label Scottie Pippen. Show all posts

Wednesday, February 25, 2015

LeBron James klífur tölfræðilistana


Clyde Drexler, Kobe Bryant, Larry Bird, Michael Jordan, Allen Iverson, Dwyane Wade, Clyde Frazier, Tracy McGrady, Rick Bary, Gary Payton, Jerry West, Pete Maravich, Penny Hardaway, Paul Westphal og nú Scottie Pippen...

Þessir gæðaleikmenn eiga fleira sameiginlegt en að vera goðsagnir í sögu NBA deildarinnar, því þeir hafa allir gefið færri stoðsendingar en LeBron James á ferlinum. James varð í nótt stoðsendingahæsti framherji í sögu NBA deildarinnar þegar hann hoppaði yfir Scottie Pippen á listanum. Pippen hirti sætið af John Havlicek hjá Boston skömmu eftir aldamótin.

Fæstir leikmannanna sem við töldum upp hér að ofan eru leikstjórnendur - mennirnir sem alla jafna eru efstir í stoðsendingum hjá liðum sínum - en þeir eru nokkrir af sterkustu leikmönnum allra tíma. Okkur datt því í hug að telja nokkra þeirra upp til að gefa ykkur mynd af því hvert stefnir hjá LeBron James.

Það sem er áhugaverðast við þennan áfanga hjá fyrirbærinu James er hvað hann er ungur þegar hann nær honum. Drengurinn er nýorðinn þrítugur og það tók hann innan við 900 leiki að taka fram úr Pippen á stoðsendingalistanum. Pippen gaf sínar 6135 stoðsendingar í 1178 leikjum, en James þurfti "ekki nema" 890 leiki til að taka fram úr honum.

Ástæðan fyrir því að James er búinn að ná þessum áfanga er náttúrulega sú að þó hann sé í grunninn skráður (minni) framherji og skili því fullkomlega, hefur hann oftar en ekki spilað meira eins og bakvörður og handleikur boltann miklu meira en kollegar hans í framherjastöðunum.

James, alveg eins og Pippen, hefur verið uppnefndur "framstjórnandi" eða "leikherji" (point forward) til að undirstrika fjölhæfni hans á vellinum.

Það er nánast sama hvert er litið þegar kemur að LeBron James. Alls staðar eru met í sjónmáli. Sem stendur er hann staddur í 24.000+ stigum, 6000+ fráköstum og 6000+ stoðsendingum, sem eru tölur sem sjást ekki á hverjum degi - hvað þá frá þrítugum manni sem gæti með smá heppni átt eftir að spila mörg ár í viðbót í deildinni.

James er þegar kominn í 22. sæti stigalistans og verður einhvers staðar í kring um 25. sætið á stoðsendingalistanum þegar vorar hjá okkur, það er að segja ef kemur eitthvað vor.

Enn og aftur, krakkar, langar okkur að gefa ykkur heilræði. Reynið umfram allt að taka leikmanni eins og James ekki sem sjálfssögðum hlut og reynið að njóta hvers augnabliks. Við erum að fylgjast með leikmanni sem kemur til með að fá að setjast við háborðið í Heiðurshöllinni þegar að því kemur. Borðinu sem er frátekið fyrir MJ, Larry, Magic, Kareem, Wilt, Oscar og Russell.

Friday, June 6, 2014

Handahófskenndir molar úr sögu NBA


Litháinn skemmtilegi Šarūnas Marčiulionis verður fimmtugur þann 13. júní næstkomandi. Hann var stundum kallaður Rooney, sem er stórkostlegt. Hann kom ekki inn í NBA deildina fyrr en 25 ára gamall og lék megnið af ferlinum hjá Don Nelson og félögum í Warriors. Hann átti best 19 stig í leik. Skaut yfir 50% á ferlinum og 37% fyrir utan. Svalur skorari og einn besti evrópski leikmaður sinnar kynslóðar.

































Talandi um kynslóðir. Walt "Clyde" Frazier er svægasti leikmaður í sögu NBA deildarinnar og tvímælalaust einn besti bakvörður sinnar kynslóðar. Flestir þekkja hann í dag sem aðstoðarlýsanda á Knicks-leikjum, en fáir stóðust honum snúning þegar hann var upp á sitt besta fyrir 40 árum.

Tuesday, August 13, 2013

Það er ómögulegt að eiga ekki einkaþotu



















Scottie Pippen átti glæsilegan feril í NBA deildinni en hann var dálítið óheppinn þegar kom að því að gera samninga.  Þannig má segja að hann hafi samið af sér þegar hann gerði langtímasamning við Chicago Bulls á tíunda áratugnum, sem þýddi að hann var í rauninni á skítalaunum miðað við hinar stjörnurnar í liðinu um árabil.

Þar með er ekki sagt að Pippen hafi verið á einhverjum sultarlaunum, en hann verður seint sakaður um að hafa peningavit. Árið 2002 ákvað hann að hann væri ekki maður með mönnum nema kaupa sér einkaþotu. Hann sló til og keypti sér eitt stykki á litlar fimmhundruð milljónir króna.

Þegar til kastanna kom, reyndist flugvélin sem hann keypti vera bölvað drasl og kostnaður við að koma henni í gagnið var metinn á yfir hundrað milljónir króna. Það tók Pippen ekki í mál og parkeraði hann vélinni inni í skúr og fór í mál.

Það var svo ekki fyrr en árið 2010 sem dæmt var í málinu, en þá gat staurblankur Pippen leyft sér að brosa í smá stund þegar honum voru dæmdar um 250 milljónir í bætur í þessu andstyggilega máli. Pippen hefur líklega dregið lærdóm af þessu máli og vonandi gerið þið það líka, lesendur góðir. Þarna sjáið þið svart á hvítu að það borgar sig ekki fyrir ykkur að kaupa einkaþotu. Þetta höfum við alltaf sagt.

Monday, July 25, 2011

Auglýsum hér með eftir öflugri buxum
































Þeir Horace Grant og Scottie Pippen gætu allt eins haldið á Madeleine McCann, þú tekur ekki augun af þessum buxum og þig mun dreyma þær út vikuna. Eins og tíundi áratugurinn var nú magnaður, voru þar teknar ákvarðanir í fatahönnun sem kostuðu mannslíf.

Friday, April 8, 2011