Það fá ekki öll lið skrifaðan um sig pistil þegar þau falla úr leik í úrslitakeppninni. Þannig er það þó með Los Angeles Clippers. Það er ekki annað hægt en að fylgja þeim inn í sumarfríið með smá pælingu. Clippers nýtur jú þess vafasama heiðurs að vera
Einvígi Oklahoma og Los Angeles Clippers var auðveldlega langbesta rimman í annari umferðinni. Við segjum auðveldlega, af því San Antonio burstaði Portland og það var eina einvígið sem keppt gat við Oklahoma-Clippers, af því það var hitt einvígið í Vesturdeildinni.

Twitter-löggan var fljót til þegar Clippers datt út og miðaði rafbyssum sínum auðvitað beint á Chris Paul.
Þegar við segjum Twitter-löggan, erum við að tala um skrímslið sem er fjölmiðlar árið 2014, þar sem allir verða að greina allt viðstöðulaust og án umhugsunar. Þar sem þeir sem eru ekki fullkomnir eru leiddir til slátrunar. Strax.
Við viðurkennum það hiklaust að við látum smitast af þessu ógeðslega viðhorfi. Þessi sífellda þörf fólks til að taka náungann umsvifalaust af lífi á félagsmiðlum og í athugasemdakerfum er sífellt að verða svartari blettur í tilveru okkar allra í dag.

Hér erum við komin langt út fyrir körfubolta. Við hefðum öll gott af því að líta í eigin barm og skoða hvort við getum ekki verið umburðalyndari og jákvæðari í garð náungans þegar við sitjum við lyklaborðið.
Við ítrekum að við vitum alveg að við erum ekki barnanna best og erum alltaf með einhver leiðindi. Við erum bara að vekja athygli á þessu.
En hvað um það.
Við vorum að tala um Chris Paul og Clippers-liðið hans.
Við byrjuðum aðeins að tala um framtíðina hjá Paul og Clippers þegar einvígið við Oklahoma stóð sem hæst í síðustu viku. En nú eru lærisveinar Doc Rivers formlega komnir í sumarfrí og þá er hægt að skoða málið fyrir alvöru.
Í umræddri pælingu, sem við kölluðum Fáir hata Chris og þú finnur í seinni helmingnum á þessari færslu, vorum við að hugsa upphátt um það hvort það væri ekki eðlileg krafa að Chris Paul ætti að hafa drullast til að koma a.m.k. einu liði upp úr annari umferð úrslitakeppninnar ef hann væri þessi snillingur sem flestir vilja meina að hann sé.