Showing posts with label Chris Webber. Show all posts
Showing posts with label Chris Webber. Show all posts
Wednesday, April 16, 2014
Lillard móðgar
Damian Lillard er margt til lista lagt en leiklistin virðist ekki vera eitt af því sem hann gerir vel. Í þessari sniðugu auglýsingu sjáum við Lillard móðga þá Chris Webber og Karl Malone.
Efnisflokkar:
Auglýsingar
,
Chris Webber
,
Damian Lillard
,
Hársbreidd frá því að meika´ða
,
Karl Malone
Friday, December 20, 2013
Chris Webber ákvað að vera eðlilegur
Efnisflokkar:
Auglýsingar
,
Chris Webber
,
Eðlilegt
,
Furður veraldar
,
MAFS
,
Ölvun og dólgslæti
,
Taktu þér tak drengur!
,
Wagga-wagga-wagga
Monday, March 4, 2013
Á góðri stundu
Efnisflokkar:
Charles Barkley
,
Chris Webber
,
Fret úr fortíðinni
,
Goðsagnir
,
Hrikalegheit
,
Kraftframherjar
,
Rick Mahorn
Sunday, February 24, 2013
Rodney Rogers gefst ekki upp
Framherjinn Rodney Rogers var skemmtilegur leikmaður á að horfa þegar hann spilaði í NBA deildinni.
Rogers lék m.a. með Denver, LA Clippers, Phoenix, New Jersey og Philadelphia. Hann var með um 11 stig og 4,5 fráköst á ferlinum. Var sterkur og góður íþróttamaður en leið reyndar best fyrir utan línu í sókninni eins og svo mörgum.
Ef þú horfðir á sjónvarpsþáttinn NBA Action á tíunda áratugnum, komstu ekki hjá því að sjá nokkur tilþrif með Rogers. Við munum vel eftir nokkrum andlitsmeðferðum sem hann gaf á þessum tíma.
Fyrir nokkrum árum lenti hann í því að detta af torfæruhljóli og hljóta mænuskaða. Hann hefur meðal annars dáið þrisvar, en alltaf kemur hann til baka.
Hér fyrir neðan er nýlegt viðtal sem Chris Webber tók við vin sinn og fyrrum liðsfélaga. Ekki hægt að segja annað en að Rogers sé baráttumaður með andann í lagi. Hann er líka greinilega með magnaða konu sér við hlið. Það eru forréttindi. Það vita þeir sem eru svo heppnir.
Efnisflokkar:
Andi
,
Chris Webber
,
Meiðsli
,
Rodney Rogers
,
Vel Gert
Friday, February 22, 2013
Leiðrétting
Efnisflokkar:
Chris Webber
,
Dreptu okkur ekki
,
Fagmennska
,
Kevin Harlan
,
Reggie Miller
,
Sjónvarp
,
TNT
Friday, November 9, 2012
Shaquille O´Neal er að eyðileggja Inside the NBA
Inside the NBA er margverðlaunaður þáttur á TNT sjónvarpsstöðinni í umsjón Ernie Johnson. Þeir Charles Barkley og Kenny Smith hafa verið meðreiðarsveinar Johnson í nokkuð mörg ár og svo hafa hinir og þessir gestir dottið í heimsókn.
Fyrir síðustu leiktíð var Shaquille O´Neal bætt í settið og héldu þá flestir að langbesti körfuboltaþátturinn í sjónvarpi yrði enn betri. Sú varð hreint ekki raunin. O´Neal hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum. Hann hefur lítið að segja og það sem hann segir er oft tóm vitleysa og svo misnotar hann aðstöðu sína til að drulla yfir leikmenn sem hann var að keppa við nokkrum mánuðum áður. Svo hjálpar það honum ekki að það skilur enginn hvað hann er að segja þegar hann muldrar ofan í bringuna á sér.
Gott dæmi um bullið í O´Neal var í nótt þegar Clippers var að drulla yfir Portland í síðari leiknum á TNT. Þar fékk Shaquille O´Neal þá snilldar hugmynd að kalla DeAndre Jordan besta miðherjann í Vesturdeildinni af því hann æfði sig í sumar.
"I’m going on the record. Best center in the West right now is DeAndre Jordan. You heard it here first."
Það er rétt að Jordan hefur bætt sig og það nokkuð mikið. Það var raunar gaman að sjá þessar hreyfingar frá honum. En að kalla hann besta miðherjann í Vesturdeildinni - þar sem til dæmis Dwight Howard og Marc Gasol spila - er algjörlega út í hött.
Við skiljum alveg að O´Neal þoli ekki Dwight Howard, en þetta er bara asnalegt. Ófagmannlegt og asnalegt. Það er með ólíkindum að maðurinn skuli halda vinnunni þegar hann er að bjóða upp á svona skít. Þetta er ekkert annað en skítur.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir að Shaq dragi besta körfuboltaþátt í heimi ofan í svaðið er að reka hann á staðnum og ráða Chris Webber inn í staðinn. Webber hefur oft droppað inn í Inside og hefur allt sem til þarf. Góðan talanda, hressleika, þekkingu og reynslu úr sjónvarpi.
Út með Shaq - Inn með Webber - Málið dautt!
Efnisflokkar:
Chris Webber
,
Dreptu okkur ekki
,
Frussandi gremja
,
Inside the NBA
,
Shaquille O´Neal
,
Viðvaningsháttur
Subscribe to:
Posts (Atom)