Showing posts with label Stoðsendingar. Show all posts
Showing posts with label Stoðsendingar. Show all posts
Saturday, May 9, 2015
Rólegur, Chris
Chris Paul var langt frá sínu besta formi í nótt þegar hann sneri aftur eftir tveggja leikja fjarveru með LA Clippers vegna meiðsla sem hann varð fyrir í oddaleiknum við San Antonio um síðustu helgi.
Málið er bara að "Langt frá sínu besta formi"-Chris Paul er betri en nokkrir leikstjórnendur í NBA deildinni og í nótt færði hann liðinu sínu nákvæmlega það sem það þurfti - góða byrjun og bílstjóra. Það er algjör lúxus fyrir Paul og Clippers að hann hafi ekki þurft að spila nema um 20 mínútur og nú fær hann 48 tíma til að hvíla lærið á sér aftur.
Ef hlutirnir færu eftir bókinni í Vesturdeildinni, yrði ekki ólíklegt að við fengjum að sjá erkióvinina Warriors og Clippers í úrslitum (vesturs) og ef svo færi, VERÐUR Chris Paul að vera heill. Það sér það hver maður að Clippers ætti ekki séns í Warriors án Paul. Það yrði svona eins og að horfa upp á Gunnar Nelson berjast við Jóhönnu Sigurðardóttur
En ástæðan fyrir þessari færslu er þó ekki ofangreint, heldur langaði okkur að deila með ykkur skjáskoti af textalýsingunni frá leiknum í nótt. Myndin sýnir á ljóslifandi hátt hvernig Chris Paul stýrir sóknarleik Clippers og skapar færi fyrir sig og félaga sína meðan hann er að fræsa tölfræðiskýrslurnar.
Svo gefur hann FIMM stoðsendingar á tveimur mínútum! Og svo hendir hann í tvær körfur á eftir svona til að setja berið upp á ísinn. Eins og til að sýna okkur hvað þetta er allt saman auðvelt fyrir hann á annari löppinni. Nákvæmlega ekkert eðlilegt við þetta. Þetta er bara hroki.
Efnisflokkar:
Chris Paul
,
Clippers
,
Rólegur
,
Stoðsendingar
,
Tölfræði
,
Úrslitakeppni 2015
Wednesday, February 25, 2015
LeBron James klífur tölfræðilistana
Clyde Drexler, Kobe Bryant, Larry Bird, Michael Jordan, Allen Iverson, Dwyane Wade, Clyde Frazier, Tracy McGrady, Rick Bary, Gary Payton, Jerry West, Pete Maravich, Penny Hardaway, Paul Westphal og nú Scottie Pippen...
Þessir gæðaleikmenn eiga fleira sameiginlegt en að vera goðsagnir í sögu NBA deildarinnar, því þeir hafa allir gefið færri stoðsendingar en LeBron James á ferlinum. James varð í nótt stoðsendingahæsti framherji í sögu NBA deildarinnar þegar hann hoppaði yfir Scottie Pippen á listanum. Pippen hirti sætið af John Havlicek hjá Boston skömmu eftir aldamótin.
Fæstir leikmannanna sem við töldum upp hér að ofan eru leikstjórnendur - mennirnir sem alla jafna eru efstir í stoðsendingum hjá liðum sínum - en þeir eru nokkrir af sterkustu leikmönnum allra tíma. Okkur datt því í hug að telja nokkra þeirra upp til að gefa ykkur mynd af því hvert stefnir hjá LeBron James.
Það sem er áhugaverðast við þennan áfanga hjá fyrirbærinu James er hvað hann er ungur þegar hann nær honum. Drengurinn er nýorðinn þrítugur og það tók hann innan við 900 leiki að taka fram úr Pippen á stoðsendingalistanum. Pippen gaf sínar 6135 stoðsendingar í 1178 leikjum, en James þurfti "ekki nema" 890 leiki til að taka fram úr honum.

James, alveg eins og Pippen, hefur verið uppnefndur "framstjórnandi" eða "leikherji" (point forward) til að undirstrika fjölhæfni hans á vellinum.
Það er nánast sama hvert er litið þegar kemur að LeBron James. Alls staðar eru met í sjónmáli. Sem stendur er hann staddur í 24.000+ stigum, 6000+ fráköstum og 6000+ stoðsendingum, sem eru tölur sem sjást ekki á hverjum degi - hvað þá frá þrítugum manni sem gæti með smá heppni átt eftir að spila mörg ár í viðbót í deildinni.
James er þegar kominn í 22. sæti stigalistans og verður einhvers staðar í kring um 25. sætið á stoðsendingalistanum þegar vorar hjá okkur, það er að segja ef kemur eitthvað vor.
Enn og aftur, krakkar, langar okkur að gefa ykkur heilræði. Reynið umfram allt að taka leikmanni eins og James ekki sem sjálfssögðum hlut og reynið að njóta hvers augnabliks. Við erum að fylgjast með leikmanni sem kemur til með að fá að setjast við háborðið í Heiðurshöllinni þegar að því kemur. Borðinu sem er frátekið fyrir MJ, Larry, Magic, Kareem, Wilt, Oscar og Russell.
Efnisflokkar:
LeBron James
,
Metabækurnar
,
Scottie Pippen
,
Stoðsendingar
,
Tölfræði
Sunday, January 12, 2014
Brandon Jennings missti nokkra körfubolta
Það gerist ekki oft að Brandon Jennings hjá Stimplunum í Detroit ákveði að gefa körfuboltann
Eitt af þessum skiptum var reyndar í nótt - og þá dýrari týpan - því hann gaf körfuboltann átján sinnum á samherja sem skoraði körfu beint í framhaldinu. Eitthvað af þessu væntanlega verið óvart, eins og þessi glæfralega sending hjá honum hérna fyrir neðan. Hlýtur að hafa verið skot hjá honum.
Efnisflokkar:
Brandon Jennings
,
Pistons
,
Stoðsendingar
,
Tilþrif
,
Viðstöðulaust
Saturday, November 30, 2013
Stoðsendinga-Stefán
Lance Stephenson, leikmaður Indiana Pacers, er sá eini sinnar tegundar í heiminum. Hann er svona költ-leikmaður. Ef hann væri rokkhljómsveit, væri hann Celtic Frost.
Stephenson bauð upp á dálítið fyndna tvennu í nótt þegar hann hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leik þar sem Indiana pissaði yfir Washington 93-73 og fór í 15-1 á leiktíðinni. Stephenson náði ekki þrennunni af því skoraði ekki nema sjö stig úr skotunum sínum sjö (og tapaði boltanum reyndar átta sinnum, sem er ekkert spes), en það voru sendingarnar hans sem stóðu upp úr í þessum leik.
Það er líka ekki á hverjum degi sem menn bjóða upp á svona huggulegheit:
Heimild: áttastigáníusekúndumpunkturkom.
Efnisflokkar:
Lance Stephenson
,
Pacers
,
Sigurgöngur
,
Stoðsendingar
,
Team Lance
,
Tilþrif
,
Velgengni
Friday, August 9, 2013
Bob Cousy er 85 ára í dag
Stórhöfðinginn Bob Cousy er 85 ára í dag.
Cousy lék með Boston Celtics á árunum 1950 til 1963 og varð sex sinnum NBA meistari með félaginu (1957 og 1959-63).
Hann var langbesti leikstjórnandi síns tíma í NBA og leiddi deildina m.a. í stoðsendingum átta ár í röð (1953-60).
Cousy var algjör brautryðjandi í leikstjórnandastöðunni og hlaut m.a. viðurnefnið "Houdini Harðviðarins" fyrir tilþrif sín.
Segja má að Cousy hafi verið fyrsti skemmtikrafturinn í NBA deildinni, en hann náði að sameina sirkustilþrif og sigurhefð, líkt og Magic Johnson gerði síðar með Los Angeles Lakers.
Meðan Bill Russell var allt í öllu í varnarleiknum hjá meisturum Celtics, var það Cousy sem var arkitektinn á bak við sóknarleikinn og baneitruð hraðaupphlaupin. Hann var kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 1957 og var valinn í stjörnuliðið öll árin sín með Boston.
NBA Ísland óskar þessum mikla snillingi til hamingju með daginn, en auk hans eiga þeir Derek Fisher, Vinny Del Negro og John "Hotrod" Williams líka afmæli þennan dag. Fisher er sem kunnugt er enn að spila með Oklahoma City og er nú að sigla inn á 40. aldursárið sitt.
Efnisflokkar:
Afmæli
,
Bob Cousy
,
Celtics
,
Goðsagnir
,
Heiðurshöllin
,
NBA 101
,
Stoðsendingar
Thursday, August 8, 2013
Larry Bird gaf körfubolta

Það er nokkuð langt mál að telja upp hvað Larry Bird gerði vel sem leikmaður. Hann var auðvitað skorari af Guðs náð og frábær skytta hvaðan sem var á vellinum, en hann var svo miklu meira en bara skorari.
Bird var líka úrvalsfrákastari, útsjónasamur, baráttuhundur, leiðtogi og síðast en ekki síst sigurvegari sem naut sín aldrei betur en þegar allt var undir.
Larry Bird trúði á einfalda speki þegar átti að koma hlutunum í verk á lokamínútunum í spennandi leikjum. Hann vildi alltaf taka lokaskotið sjálfur.
Ekki af því hann var hrokafullur, heldur af því hann vissi að hann væri búinn að æfa sig (miklu) meira en allir aðrir í liðinu. Einföld lógík þegar nánar er að gáð.

En hvað vantar inn í upptalninguna okkar á bestu hæfileikum Larry Bird?
Jú, sendingarnar. Viljann og getuna til að senda boltann.
Kannski eru einhverjir ósammála okkur með það, en að okkar mati voru það líklega helst útsjónasemin og sendingagetan sem gerðu Larry Bird að þeim einstaka leikmanni sem hann var.
Bird skoraði mikið af stigum, en þú sást hann sjaldan skjóta eins og vitleysing. Hann var alltaf að hugsa um samherja sína í leiðinni.
Þess vegna elskuðu þeir að spila með honum, þó hann ætti það til að láta þá heyra það ef þeir lögðu ekki (næstum því) jafn hart að sér og hann.
Það er ekki algengt að framherjar séu heimsklassa sendingamenn, en það var Larry Bird svo sannarlega. Hann var með yfir sex stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum og bauð m.a. upp á meðaltöl upp á 28 stig, 9 fráköst og nærri 8 stoðsendingar í leik árið 1987.

LeBron James er frábær sendingamaður og er trúlega sá framherji sem hefur komist næst Bird á í greininni á þessum tveimur áratugum síðan hann hætti. En ef James er sendingamaður upp á 9, var Larry upp á 10.
Við skorum á ykkur að skoða myndbrotið hérna fyrir neðan, sem er syrpa af stórkostlegum sendingum frá Larry Bird. Svona tilþrif sýna bara Heiðurshallarmeðlimir. Allir vilja spila með svona mönnum.
Efnisflokkar:
Celtics
,
Goðsagnir
,
Heiðurshöllin
,
Larry Bird
,
NBA 101
,
Stoðsendingar
Tuesday, May 28, 2013
Þessi Manu
Manu Ginobili er kannski ekki að hitta vel eða skora mikið í úrslitakeppninni, en hann er enn sami listamaðurinn. Hér fyrir neðan er ein af sendingunum hans í Memphis í nótt sem leið. Svona gera bara snillingar.
Efnisflokkar:
GINOBILIIIIII!!!
,
Klobbi
,
Manu Ginobili
,
Spurs
,
Stoðsendingar
,
Tilþrif
,
Úrslitakeppni 2013
Thursday, February 14, 2013
Viðstöðulaus handboltatroðsla frá JaVale
Sagt er að gamli dísellyftarinn Andre Miller hjá Denver sé besti sirkussendingamaður í NBA deildinni og engin ástæða til að mótmæla þeirri kenningu af miklum krafti, hann er klárlega með þeim bestu. Sjáðu bara þetta rugl:
Ekki aðeins er sendingin frábær yfir næstum allan völlinn, heldur er móttakan hjá geimvísindamanninum JaVale McGee af dýrari gerðinni. Við höfum amk aldrei áður séð mann taka viðstöðulausa handboltatroðslu. Þetta er á fárra færi, krakkar, ykkur er óhætt að trúa því. Mögnuð tilþrif.
Talandi um handbolta. Hvaða þvættingur væri það nú að sjá hinn 213 sentimetra háa McGee spila skyttu í handbolta? Spurning um að fá gaurinn í HK þegar hægist á hjá honum í NBA. Ætti að geta skotið yfir íslenska hávörn þegar haft er í huga að hann er með rúmlega 80 sentimetra í stökkkraft og skanka sem ná yfir Fossvoginn.
Efnisflokkar:
Andre Miller
,
Handboltatroðsla
,
JaVale McGee
,
Sirkusinn er kominn í bæinn
,
Stoðsendingar
,
Tilþrif
,
Veðrið þarna uppi
,
Viðstöðulaust
Thursday, December 20, 2012
5000 snuddur hjá Paul
Chris Paul náði þeim áfanga í nótt að gefa 5000. stoðsendinguna sína í 510. leiknum sínum á ferlinum. Paul er á svipuðu róli og bestu sendingamenn sögunnar og hér fyrir neðan sérðu skilti sem sýnir okkur þá leikmenn sem voru fljótastir að ná í 5000 stoðsendingar á ferlinum.
Efnisflokkar:
Chris Paul
,
Sögubækur
,
Stoðsendingar
,
Vel Gert
Thursday, December 13, 2012
Allir gáfu þeir öðru fólki körfubolta
Jóhannes Snævarr var fljótastur að svara rétt í getraun dagsins, sem var hundlétt að þessu sinni. Piltarnir á myndinni sem við sýndum ykkur áttu það augljóslega sameiginlegt að vera leikstjórnendur, auk þess að hafa leitt NBA deildina í stoðsendingum nákvæmlega einu sinni hver.
Mark Jackson naut góðs af því að spila með Denver líkt og Andre Miller á sínum tíma en þar á bæ hafa hraði og skotgleði oftast verið í forgrunni. Þegar Golden State þjálfarinn Jackson leiddi deildina í stoðsendingum árið 1997 var hann fyrstu 50 leikina hjá Denver (12,3) en lauk árinu hjá Indiana (9,8) og endaði með 11,4 snuddur í leik - heilli stoðsendingu fleiri en næsti maður (John Stockton 10,5).
* "Tiny" Archibald, sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan með Boston Celtics (meistari 1981), varð bæði stiga- og stoðsendingakóngur þegar hann lék með Kings árið 1973.
Það er algeng pub-quiz spurning hver sé eini maðurinn í sögu NBA sem leitt hafi deildina í stigum og stoðsendingum á sama tímabili, en tæknilega var Archibald annar maðurinn í sögunni til að gera það.
Þannig var að Oscar Robertson var með hæsta meðaltal allra í deildinni í báðum þessum tölfræðiþáttum árið 1968, en þá var farið eftir heildartölum en ekki meðaltali þegar þessi verðlaun voru veitt.
Það var sjálfur Wilt Chamberlain sem fékk því stoðsendingatitilinn þetta ár þó hann væri "aðeins" með 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik gegn 9,7 hjá Robertson. Ansi sögulegur titill hjá miðherjanum Chamberlain, sem er eina fimman í sögunni sem hefur landað þessari nafnbót sem oftast er eign leikstjórnendanna.
Efnisflokkar:
Getraunir
,
Stoðsendingar
,
Verðlaun og viðurkenningar
Sunday, November 18, 2012
20 snuddur á 2 mínútum í boði Rajon Rondo
Efnisflokkar:
Celtics
,
Metabækurnar
,
Rajon Rondo
,
Stoðsendingar
,
Tölfræði
Wednesday, May 9, 2012
Andre Miller er ansi öflugur í körfubolta

Undanfarin ár hefur Miller haft einstakt lag á því að eiga risaleiki í úrslitakeppninni. Átti einn slíkan í gærkvöld og er - ásamt JaVale McGee(?) - maðurinn á bak við sigur Denver í leik sem allir héldu að Lakers myndi klára. Gefum Miller smá ást. Hann fær aldrei nóg af henni.
Efnisflokkar:
Andre Miller
,
Nuggets
,
Stoðsendingar
Tuesday, April 24, 2012
Sendingar ársins
Skondin tilviljun að aðeins þrír dagar hafi liðið milli sendingar ársins í NBA og Iceland Express deildinni.
Sending ársins í IE deildinni kom í gærkvöld í fyrsta leik Grindavíkur og Þórs í lokaúrslitunum. Þar var að verki Giordan Watson hjá Grindavík, sem átti fasta snúningssendingu af gólfinu inn í teiginn á Sigurð Þorsteinsson sem skoraði auðveldlega. Glæsileg tilþrif og hér fyrir neðan má sjá þau í boði Leikbrots. Ekki besta sjónarhornið, en það er gaman að eiga þetta á bandi.
Sendingu ársins í NBA átti svo Manu Ginobili þann 20. apríl síðastliðinn. Þú hefur líklega séð þessa sendingu nú þegar en það leiðist engum að horfa á þessa bombu svona sautján sinnum í viðbót. Ritstjórnin er hugfangin af Ginobili einmitt vegna svona tilþrifa - án samkynhneigðar.
Efnisflokkar:
Boltameðferð
,
Manu Ginobili
,
Stoðsendingar
Saturday, February 4, 2012
Subscribe to:
Posts (Atom)