Showing posts with label Nick Collison. Show all posts
Showing posts with label Nick Collison. Show all posts

Friday, May 9, 2014

Það var árið 2005


Fyrir sléttum níu árum síðan voru San Antonio og Seattle að berjast í annari umferð úrslitakeppninnar. Seattle var eitt af Spútnikliðum vetrarins undir stjórn Nate McMillan og rúllaði Sacramento nokkuð óvænt upp 4-1 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Liðið veitti San Antonio svo harða keppni í annari umferðinni þar sem það jafnaði 2-2 heima eftir að hafa lent undir 2-0, en San Antonio kláraði síðustu tvo leikina og vann svo titilinn nokkrum vikum síðar með því að leggja Detroit í lokaúrslitum.

Þetta Spútnik sem var í Seattle-liðinu á þessum tíma náði þó ekki lengra en þetta. Nate McMillan var látinn fara og stórskotalið þeirra Rashard Lewis (Orlando) og Ray Allen (Boston) leituðu loks annað. Eins og þið sjáið á myndinni hérna fyrir neðan var Manu Ginobili með hár á þessum tíma. Þarna er hann í baráttu við stórmeistarann Nick Collison hjá Seattle, sem tæknilega er enn hjá sama félagi, þó Oklahoma komi Seattle auðvitað ekkert við.


Wednesday, January 8, 2014

Lítið ástarbréf, merkt X, til Nick Collison







































Það hefur sennilega ekki farið framhjá ykkur hvað við erum hrifin af svari NBA deildarinnar við Darra Hilmarssyni - honum Nick Collison hjá Oklahoma City. Hann hefur verið hjá félaginu síðan það var í Seattle forðum líkt og Kevin Durant.

Collison treður ekki út tölfræðiskýrslur og ekki er hann að safna glansmyndum eða youtube-klippum.

Hann er bara reynslubolti, rulluspilari, varnarmaður, frákastari og hindranasetningamaður.

Veit hvar hann á að vera hverju sinni og skilar undantekningarlítið góðu verki.

Við höfum ekki tölu á leikjunum sem við höfum séð þar sem sóknarfráköst eða stolnir boltar frá Collison hafa ráðið miklu í úrslitum leikja, sem venjulega falla Oklahoma í hag.


Allir þjálfarar í heiminum vilja hafa mann eins og Collison í hópnum hjá sér. Það ber oft ekki mikið á honum, en hann er óhemju mikilvægur hlekkur í liðinu.

En hann er ekki bara mikilvægur á huglægan hátt. Tölfræðimolarnir segja okkur líka hvað hann gerir góða hluti.

Oklahoma skorar 113 stig í hverjum 100 sóknum þegar hann er inni á vellinum, en aðeins 104 þegar hann er utan vallar.

Þá fær liðið aðeins á sig 96 stig per 100 sóknir þegar hann er inná en 99 stig þegar hann situr á bekknum. Nokkuð afgerandi tölfræði.

Hérna fyrir neðan eru nokkur af verkefnunum sem fallið hafa í hendur Nick Collison á undanförnum árum. Þvílíkur munaður að vera með svona fagmenn í liðinu sínu. Nick Collison kann körfubolta og á skilið að fá Thule.

Nick Collison er okkar maður.




Wednesday, December 11, 2013