Showing posts with label Taktu þér tak drengur!. Show all posts
Showing posts with label Taktu þér tak drengur!. Show all posts

Wednesday, May 28, 2014

Óvísindalegir tölfræðimolar úr úrslitakeppninni


Það er nákvæmlega engin hefð fyrir því að staldra við og skoða tölfræði leikmanna í miðri úrslitakeppni. Ástæðan er auðvitað ólíkar skammtastærðir - það er kannski ekki alveg lógík í því að bera saman menn sem spilað hafa sjö eða sautján leiki í úrslitakeppninni. Við gefum skít í þetta. Okkur langar að skoða aðeins tölfræðina og pæla dálítið í því hvaða menn hafa verið að standa sig vel í úrslitakeppninni og hverjir ekki. Það ætti ekki að særa neinn... hmmm, ha?

Ætli sé ekki best að klára það bara frá að dásama Russell Westbrook. Þið vitið hvað við elskum hann Russ. En hafið þið spáð aðeins í tölfræðina sem drengurinn er að bjóða upp á í úrslitakeppninni í vor? Hún er svo rosaleg að hún er líklega sú fallegasta í úrslitakeppninni í dag.

Svona að öllu gríni slepptu, eru þetta ekki bara tölurnar. Hvað eru margir leikmenn búnir að spila betur en Westbrook í úrslitakeppninni? 

Fullt af þeim, segja hatursmenn Russ. Það eru mennirnir sem sjá ekki annað en Vonda Russ - gaurinn sem tekur hræðileg skot, fær dæmda á sig ruðninga og kastar boltanum upp í stúku í staðinn fyrir að gefa hann á manninn við hliðina á sér.

Við erum alltaf að rífast við hatursmenn Russ, en margir þeirra fatta ekki ennþá að það er löngu, löngu, löngu orðið bæði þreytt og hallærislegt að dissa Russ. Það myndu allir vilja hafa Russ í sínu liði - mann eins og Russ - gaur sem er alltaf á útopnu, hræðist ekkert og berst til síðasta manns. 

Thursday, December 26, 2013

Bolur ársins?


Hún Tina frænka þín sagði já þegar kærastinn bað hennar á leik Golden State og LA Clippers í nótt. Warriors vann leikinn naumlega og við skulum vona að það gefi góð fyrirheit fyrir komandi hjónaband. Hún sagði svo auðvitað frá þessu öllu á Twitter skömmu síðar.

Bolnum í Bandaríkjunum virðist alltaf þykja það jafn töff að fara á skeljarnar á íþróttaviðburðum, það vekur alltaf athygli og oftast endar fyrirtækið í sjónvarpinu - í það minnsta á risaskjánum í loftinu. Það er erfitt að finna athafnir á pari við þetta þegar kemur að bolun/plebbun. Blessaður bolurinn er svo krúttlegur. Hann lengi lifi.











































P.s. - Það er gaman að sjá ljósmyndarann Daníel Rúnarsson þarna lengst til hægri á myndinni. Daníel er ljósmyndari á Fréttablaðinu og það vill svo skemmtilega til að hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að vera bolur. Það er nefnilega hægt að vera bæði fagmaður og bolur. Fer meira að segja ágætlega saman.


Tuesday, September 3, 2013

What can you do?


Það er grábölvað að verða vitni að því að Lamar Odom sé ekki aðeins orðinn leiður á körfubolta, heldur lífinu öllu eins og það leggur sig.

Hluta af ógæfunni er reyndar hægt að skrifa á hann sjálfan. Hvaða heilvita maður haldið þið að taki saman við (athygli, vændiskona) úr Kardashian-fjölskyldunni? Og verandi þunglyndur fyrir.

Okkur brá þegar við sáum nýjustu myndirnar af Lamar karlinum. Það er eins og hann hafi horast og sé hálf tekinn í framan. Sagan segir að hann hafi verið að taka á því í fíkniefnadeildinni. Það er hraðbraut til helvítis.

Einn af sölumönnum dauðans heldur því fram að Odom hafi mokað kóki fyrir sex milljónir króna í ranann á sér á þremur árum.

Dónalegt að segja það, en útlitið á Odom minnti okkur dálítið á enska miðjumanninn Paul Gascoigne þegar hann horaðist upp í neysluköstunum sínum.

Neyslukast er ekki alvöru orð, en við finnum ekkert betra til að lýsa veikindum Gazza. Hann tekur fíkn og misnotkun á svo miklu hærra plan en venjulegir fíklar og alkohólistar.

Gazza gæti fyrirvaralaust byrjað að misnota bláan Ópal eða brokkolí. Hann er það veikur einstaklingur.

Eins og áður sagði, er því haldið fram að Odom sé búinn að vera í kókaínneyslu í allt að þrjú ár.

Besta dæmið því til stuðnings er að framherjinn drullaði einmitt gjörsamlega í buxurnar sem leikmaður á svipuðum tíma og meint neysla hans á að hafa byrjað.

Odom átti frábært tímabil árið 2010-11 sem var hans síðasta með Los Angeles Lakers, en þegar honum var svo skyndilega skipt til Dallas, hrundi tilvera hans á einu bretti og ástríða hans fyrir körfubolta sömuleiðis. Þessi gæðaleikmaður varð skyndilega labbakútur.

Síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá vini okkar, sem er nú bókstaflega kominn í ruglið er marka má fréttir af eiturlyfjaneyslu hans, þunglyndi og Kardashian-raunum.

Þetta er leiðindamál, því Odom er góður strákur. Við vitnum því bara í Tony Soprano:

"Hvað getur maður svo sem gert?"

Thursday, June 6, 2013

Þú getur betur, Russ


Russell Westbrook ætti með öllu að vera að fá sér te og rist fyrir fyrsta leik í lokaúrslitum NBA í kvöld, en eins og þið vitið er pilturinn á hækjum (eftir að einhver fáviti &%$/%&/%) eftir hnéuppskurð.

Russ á örugglega eftir að komast aftur í úrslitin einn daginn, við höfum ekki áhyggjur af því. Það sem við höfum hinsvegar áhyggjur af - er tónlistarsmekkurinn hjá guttanum. Hann er í einu orði sagt skelfilegur. Það fer ekki svona gæðaleikmönnum að væla með popplögum í falsettu.

Við hefðum til dæmis aldrei náð tvítugsaldri ef við hefðum alltaf verið raulandi lög með Janet Jackson eins og einhverjir ladyboys.

Við urðum því að gera smá breytingar á frétt sem skrifuð var um Russ vin okkar fyrir skömmu. Bara svona til að bjarga andlitinu á honum.

Þú getur betur, Russ. Reyndu að taka hausinn út úr fjósinu á þér og hlusta á almennilega tónlist. Þú spilar ekki lúftgítar við popp sem búið er til í Atari-tölvu!