Showing posts with label Dominique Wilkins. Show all posts
Showing posts with label Dominique Wilkins. Show all posts

Sunday, November 2, 2014

Tuesday, December 3, 2013

Kevins-költið Willis


Moses Malone, Dennis Rodman, Ben Wallace, Kevin Love og Kevin Willis.

Þetta eru mennirnir sem hafa náð að hirða 15 fráköst eða meira að meðaltali í leik í NBA deildinni á síðustu 30 árum. Willis þekkja margir. Hann var upp á sitt besta í upphafi tíunda áratugarins þegar körfuboltatískubólan var sem stærst á Íslandi.































Atlanta-liðið hans átti marga stuðningsmenn hér á landi og á eflaust enn. Eitt af þessum költ liðum á Íslandi ef svo má segja. Spud Webb átti þar hlut í máli, einnig Dominique Wilkins, en Kevin Willis átti líka marga aðdáendur hérlendis. Við munum vel eftir því. Willis var almennt álitinn líkamlega sterkasti leikmaður deildarinnar ásamt Karl Malone. Þetta voru íþróttamenn í lagi.

Hérna er skemmtileg syrpa með tilþrifum frá Kevin Willis, sem lék í 11 ár með skemmtilegu liði Atanta Hawks. Þar spilaði hann meðal annars með Doc Rivers, núverandi þjálfara LA Clippers.



Þeir Kevin Willis og Dominique Wilkins voru líka þekktir fyrir að vera vel til fara.




Wednesday, May 22, 2013

Aldarfjórðungur frá skotsýningu Wilkins og Bird


Í dag er nákvæmlega aldarfjórðungur liðinn frá því Larry Bird hjá Boston og Dominique Wilkins hjá Atlanta háðu sögulegt einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar árið 1988. Þetta var sjöundi leikur liðanna og Boston vann hann 118-116 eftir sannkallaða flugeldasýningu.

Þessi skotkeppni þeirra félaga er gjarnan sýnd í myndbandsannálum NBA deildarinnar og ætti að vera kunnugleg flestum sem fylgst hafa með leiknum fallega. Þeir Bird og Wilkins verða seint sakaðir um að hafa spilað kæfandi vörn hvor á annan þennan dag, en sóknarleikurinn var með því besta sem sést hefur.

Bird skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en Wilkins setti 14 af 47 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Wilkins fór gjörsamlega hamförum í þessum leik og hitti úr 19 af 23 skotum utan af velli.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum. Takið eftir því hvað hljóðgervillinn er þaninn í botn í montage-tónlist 9. áratugarins. Engu líkara en einhver hefði stolið sándtrakkinu úr Rocky IV. Frábært efni.