Showing posts with label Russ gonna Russ. Show all posts
Showing posts with label Russ gonna Russ. Show all posts

Thursday, March 5, 2015

Russell Westbrook í sögulegu samhengi


Ef þú heldur að það sé okkur að kenna að þú sért að reka augun í enn einn Westbrook-pistilinn, veður þú um í villu og svíma. Við höfum ekkert með þetta að gera, það er Russell Westbrook sem er að þvinga okkur að lyklaborðinu.

Það er leitun að öðrum eins Westbrook-aðdáendum og okkur, en spilamennska drengsins undanfarinn mánuð er að þvinga æ fleiri efasemdamenn og konur inn á málstað hans. Málstað hins óbeislaða atmennis.

Það er gaman að standa hérna núna og fylgjast með öllum nýliðunum í aðdáendaklúbbi Westbrook, sem sumir hverjir hafa ekki gert annað en drulla yfir hann allar götur síðan hann kom inn í deildina. Hann var jú bara óagaður og skotglaður hrokagikkur sem kunni ekki að leika við hina krakkana og vissi ekki hvenær hann átti að hætta. Jú, jú, þetta passar allt við Westbrook.

Þið vitið það ósköp vel að við erum búin að vera að blása í Westbrook hornið lengi og því er það okkur sérstök ánægja að sjá alla hræsnarana sem eru að hrinda hvor öðrum úr vegi núna til að komast um borð í Russ-vagninn. Nú þegar drengurinn er að sprengja alla skala á körfuboltavellinum. Ætli sé ekki best að segja það bara. Við sögðum ykkur þetta! Og hana nú.

Við ætlum ekki að eyða sérstökum tíma í að fara yfir tölfræðina hans Westbrook, fólk sem fylgist á annað borð með NBA deildinni veit að drengurinn er nokkurn veginn búinn að vera í 30/10/10/2 meðaltali síðan í byrjun febrúar og var að klára fjórðu þrennuna sína í röð með gat á hausnum þegar þetta er skrifað. Með gat á hausnum, já.

Þegar NBA-leikmenn fara á svona rosalegt flug, verðum við að koma ykkur til aðstoðar, skilgreina geðveikina, hjálpa ykkur að lesa út úr henni og setja hana í samhengi.Russell Westbrook er að spila nokkurn veginn eins vel og hægt er að spila körfubolta á síðasta rúma mánuðinum og hann er að gera það algjörlega á sinn hátt.

Eini gallinn við þetta hjá honum er að Oklahoma er ekki búið að vinna nógu marga leiki og mun ekki vinna nógu marga leiki til að hann geti komið til greina sem leikmaður ársins, en bæði honum og okkur er alveg sama um það. Hann er með í MVP-umræðunni og það er út af fyrir sig nóg.

Oklahoma má samt ekki tapa nema 2-3 leikjum til vors ef hann á að eiga raunhæfa möguleika á nafnbótinni og það er ekkert að fara að gerast. Látum það samt ekki hafa áhrif á þetta fallega dæmi um íþróttafræðilegan exelans.

Monday, January 19, 2015

Aðeins um Russ


Russell Westbrook er dýnamískasti körfuboltamaður í heimi, það er staðreynd. Hann er því alltaf að eignast fleiri og fleiri aðdáendur, sem er hið besta mál, hann á það skilið.

NBA deildin á marga frábæra skemmtikrafta. Undanfarin misseri hafa menn eins og LeBron James og Kevin Durant ekki aðeins látið okkur fá gæsahúð með tilþrifum sínum, heldur hafa þeir aukinheldur barist um titilinn Verðmætasti leikmaður ársins.

Þeir félagar eru hinsvegar ekki efst á listanum að þessu sinni af mismunandi ástæðum og útlit fyrir að nýtt nafn verði ritað á MVP-styttuna góðu í vor.  Tveir menn eru þar oftast nefndir til sögunnar, þeir Stephen Curry og James Harden. Það er réttmætt að okkar mati. Þeir eru tveir af þeim leikmönnum sem hafa skarað hvað mest fram úr í toppliðunum í Vesturdeildinni.

Kevin Durant fellur næstum sjálfkrafa út úr þessari umræðu af því hann er búinn að missa úr nokkuð marga leiki og í raun og veru má segja það sama um hann Westbrook vin okkar.

Strangt til tekið, ætti Westbrook samt að vera með í þessari umræðu, því hann hefur farið hamförum að undanförnu.

Við eigum eftir að sjá til í vor hvað Oklahoma tekst að vinna marga leiki, hvort þeir Russ og KD verða heilir það sem eftir er - og hvort þeir halda áfram að spila svona vel.

Russell Westbrook er búinn að spila sig inn í hjörtu ansi margra körfuboltaáhugamanna og kvenna og skemmst er að minnast yfirlýsingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hlaðvarpinu hjá okkur, þegar hann sagði Westbrook að sínu mati besta leikstjórnanda heimsins í dag.

Það má sannarlega rífast um það í margar vikur, en að okkar mati segir það sína sögu um spilamennsku Westbrook að hann skuli vera kominn inn í þessa umræðu. Þar hefði hann ekki verið fyrir tveimur árum síðan.

Hann er gríðarlega umdeildur leikmaður og þeim sem er illa við hann, rækta það hugarfar oft sérstaklega. Þetta er bara öfund og lélegur mórall - ekkert annað.

Við vonum að Westbrook og aðdáendur hans verði ekki sárir þegar við segjum þetta, en hann á því miður aldrei eftir að verða kjörinn MVP í NBA deildinni.

Það er alveg sama hvað Oklahoma vinnur marga leiki og hvað hann setur upp sóðalegar tölur, umdeildur leikstíll hans mun aldrei hljóta náð fyrir augum allra kjósenda.

En það er einmitt leikstíllinn sem gerir Russ að Russ. Hann er allt í senn hamhleypa, atmenni og berserkur sem ræðst linnulaust á andstæðinga sína og sýnir enga miskunn. Það er eins og hann verði aldrei þreyttur og sé bara með einn gír; allt í botni - alltaf!

Saturday, November 1, 2014

Oklahoma er úr leik í toppbaráttunni í vestrinu


Já frussandi.  Frussandi gremja!

Þetta er ekki bara ódýr orðaleikur. Farðu bara í efnisorðalistann hérna til hægri og sjáðu hvort er ekki til hasstagg sem heitir Frussandi Gremja.  Sátt(ur)? Ókei, þá getum við snúið okkur að því sem skiptir máli, nefnilega þróun mála í Vesturdeildinni.

Magnað að skuli vera búið að draga til stórtíðinda í vestrinu eftir að eins tvo leiki, en þannig er það nú samt. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinu ykkar sem á annað borð fylgist með NBA að Oklahoma City nær varla í lið lengur vegna meiðsla.

Nú síðast datt hann Russ okkar úr leik vegna handarbrots og verður frá í að minnsta kosti fjórar vikur. Okkur skilst að hann hafi meiðst eftir að hafa rekist utan í Kendrick Perkins liðsfélaga sinn. Ef einhvern tímann var ástæða til að senda þann mann í langt frí...

Oklahoma án Kevin Durant OG Russ?  Gleymdu því, enda byrjar liðið 0-2 og á erfiða daga og vikur í vændum án tveggja af bestu körfuboltamanna í heimi. Fyrir utan það að missa þessa sterku leikmenn, þá kann Oklahoma ekkert að spila án þeirra af því það hefur aldrei þurft að gera það.

Nú ætlum við ekki að detta í einhverja dramatík og halda því fram að Oklahoma komist ekki í úrslitakeppnina eða eitthvað svoleiðis rugl (gúlp!). 

En það er samt morgunljóst að fjarvera Russ og KD þýðir að Oklahoma á nú mjög litla möguleika á toppsætunum í vestrinu og þar með séns á að tryggja sér heimavallarrétt í seinni umferðum úrslitakeppninnar.

Fyrir mörg önnur lið væri þetta grábölvað, en við ætlum að nota þetta tækifæri og segja stuðningsmönnum Oklahoma að hafa engar áhyggjur af þessu. 

Oklahoma er nefnilega orðið það rútínerað og reynslumikið lið þrátt fyrir ungan aldur lykilmanna, að það getur alveg unnið stóra leiki á útivöllum. Það sýndi það t.d. á móti LA Clippers í vor sem leið.

En hvað þýða þessi meiðsli þeirra félaga fyrir Vesturdeildarkapphlaupið?

Wednesday, May 28, 2014

Óvísindalegir tölfræðimolar úr úrslitakeppninni


Það er nákvæmlega engin hefð fyrir því að staldra við og skoða tölfræði leikmanna í miðri úrslitakeppni. Ástæðan er auðvitað ólíkar skammtastærðir - það er kannski ekki alveg lógík í því að bera saman menn sem spilað hafa sjö eða sautján leiki í úrslitakeppninni. Við gefum skít í þetta. Okkur langar að skoða aðeins tölfræðina og pæla dálítið í því hvaða menn hafa verið að standa sig vel í úrslitakeppninni og hverjir ekki. Það ætti ekki að særa neinn... hmmm, ha?

Ætli sé ekki best að klára það bara frá að dásama Russell Westbrook. Þið vitið hvað við elskum hann Russ. En hafið þið spáð aðeins í tölfræðina sem drengurinn er að bjóða upp á í úrslitakeppninni í vor? Hún er svo rosaleg að hún er líklega sú fallegasta í úrslitakeppninni í dag.

Svona að öllu gríni slepptu, eru þetta ekki bara tölurnar. Hvað eru margir leikmenn búnir að spila betur en Westbrook í úrslitakeppninni? 

Fullt af þeim, segja hatursmenn Russ. Það eru mennirnir sem sjá ekki annað en Vonda Russ - gaurinn sem tekur hræðileg skot, fær dæmda á sig ruðninga og kastar boltanum upp í stúku í staðinn fyrir að gefa hann á manninn við hliðina á sér.

Við erum alltaf að rífast við hatursmenn Russ, en margir þeirra fatta ekki ennþá að það er löngu, löngu, löngu orðið bæði þreytt og hallærislegt að dissa Russ. Það myndu allir vilja hafa Russ í sínu liði - mann eins og Russ - gaur sem er alltaf á útopnu, hræðist ekkert og berst til síðasta manns. 

Sunday, March 9, 2014