Showing posts with label Vince Carter. Show all posts
Showing posts with label Vince Carter. Show all posts

Thursday, November 20, 2014

Hetjan og skúrkurinn Vince Carter


Snareðlurnar frá Toronto eiga ekki tvítugsafmæli fyrr en eftir eitt ár, en félagið er strax byrjað að fagna því með fortíðarblæ. Í nótt tóku forráðamenn Raptors loksins þá ákvörðun að heiðra fyrrum leikmann sinn Vince Carter með smá myndbandssýningu á risaskjánum.

Margir voru búnir að bíða ansi lengi eftir þessu augnabliki. Sumir til að fá tækifæri til að klappa honum lof í lófa, en aðrir til að baula á hann. Vince Carter lék með Toronto frá árinu 1998 til ársins 2004, þegar honum var skipt til New Jersey Nets fyrir dauða hænu, ryðgað stjörnuskrúfjárn og hálfan pakka af bláum Gajol - sem er ekki einu sinni góður eins og þið vitið.

Sumir segja að fyrsta höggið í þessu drama hafi komið frá félaginu, að það hafi verið klúbburinn sem klúðraði þessu öllu saman og flæmdi Vince í burtu. Við trúum því mætavel að félagið hafi klúðrað fullt af hlutum - það er staðreynd - en það er ekki hægt að kenna því um brotthvarf Vince Carter.

Carter nefnilega hætti bara!

Sunday, April 27, 2014

Skin og skúrir hjá Vince


Nokkuð magnaður samanburður á tveimur af stærstu skotum Vince Carter á ferlinum, hið fyrra með Toronto fyrir löööngu síðan og svo sigurkarfan gegn Spurs í kvöld. Það eru ekki alltaf jólin í þessu, það veit Vince manna best.



Enn og aftur bjóða Spurs og Mavs upp á klassík


Já, Dallas er komið í 2-1 á móti San Antonio. Það er ekki eina einvígið sem er búið að gjörsamlega eyðileggja allt fyrir veðjandi mönnum, en staðan í því er tvímælalaust einna óvæntust.

Við vonum að enginn hafi misst af þriðja leik Mavs og Spurs í kvöld. Ef þú varst á leiðinni á Norðurpólinn og misstir af honum, réðust úrslit hans á flautukörfu frá nákvæmlega engum öðrum en Vince Carter. Hann er síðasti maðurinn sem við hefðum tippað á að myndi skora sigurkörfu fyrir Dallas í þessu einvígi. Þá teljum við Samuel Dalembert og Mark Cuban með.

Það er formlega staðreynd að San Antonio er bara í bullandi vandræðum með sóknarleik Dallas og á hingað til engin svör við honum.

Þetta beitta sóknarlið sem San Antonio er, hefur ekki náð að refsa Dallas fyrir annmarka sína á hinum enda vallarins og ætti heldur ekki að þurfa þess. Spurs á bæði að vera miklu, miklu betra varnarlið og heilt yfir miklu betra lið en Dallas.

En körfuboltaguðunum gæti ekki verið meira sama.

Við höfum áður séð San Antonio lenda í svona vandræðum og þið vitið hvað gerist þegar San Antonio lendir í vandræðum í úrslitakeppninni. Það fer í sumarfrí. Eins og það gerði á móti Memphis um árið.

Þetta Dallas-lið er ekki eins gott og það Memphis-lið, en við skulum nú ekki vera að dæma Spursmenn úr leik þó þeir séu í vandræðum. Ef þeir vinna næsta leik, er staðan 2-2 og tveir af næstu þremur leikjum í San Antonio.

Gallinn er bara að lærisveinum Rick Carlisle er skítsama.

Wednesday, September 25, 2013

Þegar Frédéric Weis tók slátur

































Í dag munu vera þrettán ár síðan Vince Carter stökk yfir 218 cm háan franskan mann að nafni Frédéric Weis til að setja bolta ofan í körfu með bandaríska landsliðinu.

Segðu hvað sem þú vilt um Vince, þetta eru einhverjir mögnuðustu loftfimleikar sem náðst hafa á filmu - enginn leikmaður fyrr eða síðar hefur mátt taka annað eins slátur.

Frakkinn var bara ekki samur eftir þessa útreið. Við sjáum það alveg fyrir okkur að hann búi núna undir brú í miðborg Parísar þar sem hann talar samhengislaust við sjálfan sig og drekkur rakspíra.




Friday, July 15, 2011

Duncan tekur slátur frá Vince


Hér er ein gömul og góð. Vince gat einu sinni lyft sér þokkalega.
Hér tekur Tim Duncan eftirminnilegt slátur frá honum.