Sunday, November 13, 2011

NBA Ísland bolirnir dottnir í hús


Það styttist í jólin og við vitum hvað það getur verið erfitt að finna jólagjafir handa fólki sem á allt. Allt nema bol merktan NBA Ísland, það er að segja.

Létum henda á nokkra boli til gamans. Eigum nokkra svarta í medium, large og extra large og græna í takmörkuðu upplagi í slim fit (large og extra large). Þetta eru Russell bolir, ekkert drasl, svo þeir eru rándýrir. Seljum stykkið á 3000 kall (eða meira ef þú vilt) og ágóðinn fer svo í eitthvað gott málefni sem við leggjum lið fyrir jólin. Kynnum það nánar hér á síðunni þegar nær dregur hátíðum.

Sendu okkur línu á nbaisland@gmail.com ef þú hefur áhuga á að komast yfir eintak. Við reynum að finna eitthvað út úr því.