Saturday, December 10, 2011

Brandon Roy leikur við börnin sín


Brandon Roy eyddi deginum sem hann hætti sem atvinnumaður í körfubolta í að leika við börnin sín. Það var Bruce Ely á Oregonian sem tók þessar fallegu myndir.

Grátlegt að horfa á eftir 27 ára gömlum snillingi í golfið. Hann getur þó huggað sig við að hann á eftir að fá á níunda milljarð króna í launagreiðslur frá Blazers þó stígi aldrei fæti inn á körfuboltavöll aftur. Hann er því ríkur maður sama hvernig á það er litið, jafnvel þó hann hafi fengið ónýt hné í vöggugjöf.

Það er vonandi einhver smá huggun í því fyrir Roy hvernig hann lauk keppni síðasta vor. Þú ert varla búinn að gleyma því hvernig drengurinn fór hamförum í fjórða leiknum gegn meisturum Dallas, er það? Rifjaðu það upp hérna með hjálp YouTube.