Saturday, December 10, 2011

Guð hatar Portland


Það er ekkert hægt að gera annað en hrista höfuðið yfir ástandinu á Portland Trailblazers. Það er ekki gott að segja hvað þetta félag hefur gert af sér til að verðskulda þessi áföll sem dynja á því.

Brandon Roy, sá frábæri leikmaður, þarf að leggja skóna á hilluna á innan við besta aldri vegna þess að hann er með ónýt hné. Og Greg Oden þarf enn á ný að fresta endurkomu sinni vegna frekari meiðsla. Þetta er bara orðið asnalegt. Stuðningsmenn þessa flotta félags eiga alla okkar samúð.