Tuesday, August 28, 2012

Sam gegn Chauncey



Það er vont að tapa fyrir Eistum



Flutningur Nets



44 dollur eftir Arsenal


Arsenal hefur ekki unnið titil í knattspyrnu í sjö ár. Það þykir ansi langur tími hjá þessu sigursæla félagi og stuðningsmenn hinna stórliðanna á Englandi eru duglegir að minna Arsenal-menn á þetta.

Undanfarin ár hefur Arsenal verið iðnara við að selja leikmenn en kaupa þá og því kemur kannski ekki á óvart að félagið hafi ekki unnið titil í þennan tíma.

Það sem er hinsvegar ótrúlegt, er hve sigursælir fyrrum leikmenn Arsenal hafa verið eftir að þeir fóru frá félaginu. Okkur rak í rogastans þegar við sáum þessa töflu.

Á meðan Arsenal hefur ekki unnið einn einasta titil frá árinu 2005, hafa fyrrum leikmenn liðsins unnið fjörutíu og fjóra titla á þessum sjö árum. Æ, æ.


Friday, August 24, 2012

Auðvitað er John Stockton útataður í bleki


Hvernig hefðu nokkrar af helstu hetjum NBA deildarinnar frá því hérna í gamla daga litið út ef þær hefðu stundað blekið? Hvernig liti LeBron James út ef hann safnaði í afro eins og Dr. J? Og hvernig hefði Jordan litið út ef Portland hefði aulast til að taka hann í nýliðavalinu árið 1984?

Þetta eru spurningar sem teknar eru fyrir á síðunni Photoshop Sports. Hvorki hægt að segja að þeir sem standa að baki síðunni séu hugmyndaríkir eða þroskaðir einstaklingar. Hversu eðlilegt er það gera ekkert annað en Photoshoppa NBA leikmenn og setja á netið? Barnalegt í besta falli.









Aldursdreifing í NBA



JR Smith í stólnum


Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að menn eins og JR Smith séu að senda myndir af sér í tannlæknastólnum á Twitter.

Karlinn virðist reyndar í mjög ásættanlegu ástandi á þessari stundu og er öfundsverður af því.

Félagsmiðlar á borð við Twitter eru hinsvegar einmitt hannaðir með það fyrir augum að menn eins og JR Smith geti sent myndir af sér í tannlæknastólnum á netið.

Við erum öll líklega ríkari á sálinni fyrir vikið.

Sennilega er þetta þó bara talandi dæmi um að vestræn menning sigli hraðbyri til andskotans.

Ætli sé ekki bara best að njóta þess að krúsa þar til aldan kemur.

Hún verður stór.

Lakersgrín


Vonandi verður þetta ekki svona hjá Lakers í vetur. Vonandi leyfir Kobe hinum krökkunum að leika með. Ef ekki, verður þetta eitthvað eins og á myndinni hér fyrir neðan.


Árangur síðasta áratugar


Körfuboltasíðan skemmtilega Áttatíuogtveirleikirpunkturkom hefur sett upp áhugaverða töflu sem sýnir árangur liða í NBA síðasta áratug með áherslu á úrslitakeppnina.

Taflan er hér fyrir neðan. Þar getur þú skoðað hvernig þínum mönnum hefur gengið í samanburði við önnur lið í deildinni. Stuðningsmenn Knicks hljóta að gretta sig þegar þeir skoða þetta, en þeir vita svo sem að það hefur ekki verið nein hamingja hjá liðinu frá aldamótum.

Eins er með ólíkindum hvað hefur gengið illa t.d. hjá Portland, sem hér á árum áður var áskrifandi að úrslitakeppni -- og Milwaukee þar á undan.


Wednesday, August 22, 2012

Tuesday, August 7, 2012

Myndrænn Bolt



Ali, Jordan, Maradona... Bolt


Spretthlauparinn Usain Bolt er að gera það sem á ekki að vera líkamlega hægt. Drulla yfir öll heimsmet í spretthlaupum. Yfirburðir hans í 100 metrunum eru langt frá því að vera mennskir. Svona eintök af íþróttamönnum koma ekki fram einu sinni á öld.

Það fyrsta sem allir hugsa þegar þeir sjá Bolt hlaupa er dóp. Að maður eigi ekki að geta hlaupið svona nema með hjálp lyfja, eins og Kandamaðurinn Ben Johnson gerði forðum. Ef þú spyrð okkur, er það andskoti vel af sér vikið að hlaupa 100 metrana á innan við 9,7 sekúndum jafnvel með rassgatið fullt af ólöglegum lyfjum sem ætluð eru veðhlaupahrossum.

Það er miður að lyfin skuli vera það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér þennan stórkostlega íþróttamann leika listir sínar. Usain Bolt er á stalli með Ali, Jordan og Maradona. Það er kannski ósanngjarnt að maður sem hleypur beina línu í 100 metra skuli fá að setjast á stall með hinum snillingunum, en hann neyðir okkur til þess.

Maðurinn er ekki hægt og það eru algjör forréttindi að fá að sjá öll þessi met hans í beinni útsendingu.

Hvernig ætli mönnum eins og Carl Lewis líði þegar þeir horfa upp á Bolt hlaupa í dag? Maður hefur á tilfinningunni að Bolt væri fljótari en Lewis þó hann hlypi í kafarabúningi. Megi Guð lofa að hann sé lyfjalaus.

Sunday, August 5, 2012

Friday, August 3, 2012

Nýúlfar



Brandon bollubuff








Vonandi fékkstu vel borgað, Kobe


Eftirvænting Úlfanna



Carmelo er heimakær
























Það verður þó ekki tekið af dýrinu að þessi 37 stig hans á 14 mínútum í kvöld voru frekar flott.
Tíu þristar í 156-73 slátrun USA á Nígeríu. Ansi mörg met sem féllu í þessari Ólympíuviðureign.