Saturday, December 10, 2011
Við fengum troðslu frá Marv (Staðfest)
Það hefur myndast einhver hefð fyrir því að vera með kyndingar á Marvin Valdimarsson á Twitter og víðar af því hann er ekki nógu duglegur við að troða.
Sumir gengu svo langt að segja að hann gæti það ekki.
Einhverjir liðsfélagar hans eru sagðir hafa lagt undir að hann myndi ekki ná að troða í bikarleiknum við B-lið Stjörnunnar í gærkvöldi.
Það er skemmst frá því að segja að það var slæm hugmynd. Auðvitað laumaði Marvin inn einni troðslu.
Við höfum öll séð karlinn þruma honum niður í upphitun og það liggur fyrir krafa um að sjá hann smella fleiri troðslum í leikjum.
Það er búið að vera gaman að fylgjast með Marv í vetur. Hann er búinn að spila reglulega vel.
Efnisflokkar:
Marvin Valdimarsson
,
Stjarnan
,
Veðrið þarna uppi