
Við skorum á nýjustu lesendur að fletta síðunni okkar aftur í tímann og skoða það sem á undan er gengið. Hér hefur margt skemmtilegt verið brallað frá í lok nóvember og ef þið skoðið það, eigið þið líklega auðveldara með að komast inn í andann sem hér ríkir.
Það er kannski ekki langt síðan þessi síða fór í loftið, en þó svo langt að fólk var til dæmis ekki lamið ef það sagði essasú og Ron Artest var að tala um að fá sér koníak í hálfleik. Það er því um að gera að spóla aðeins til baka og skoða gamla stöffið.
Svo er NBA Ísland að sjálfssögðu með síðu á Facebook eins og öll önnur góð fyrirtæki. Þú getur skoðað hana hér og skráð þig í hóp ánægðra lesenda ef þú hefur áhuga. Svo getur þú sent okkur línu með því að smella á hlekkinn "hafa samband" til hægri á síðunni. Þar er einnig að finna dagskránna á nbatv sjónvarpsstöðinni.