Thursday, December 17, 2009

Wipeout Washington


Við vorum eitthvað að tala um vandræðaganginn á Washington Wizards um daginn. Þessi vandræðagangur hefur orðið fleirum yrkisefni.

Þið munið eftir því þegar Gilbert Arenas var að fara illa að ráði sínu á vítalínunni í blálokin í tveimur leikjum um daginn. Það var frekar vont.

Arenas leit heldur ekkert svakalega vel út í gær þegar hann lét Tyreke Evans afklæða sig á ögurstundu. Niðurstaðan enn eitt tapið hjá Washington.

Það er kannski ósanngjarnt að vera að atast svona í Flip Saunders þjálfara og strákunum hans strax. Kannski þarf að gefa þeim meiri tíma til að finna sig betur áður en allir eru teknir af lífi.

En kannski þurfa forráaðmenn Wizards líka að átta sig á því að það er ekki nóg að fylla liðið af skorurum. Og kannski er löngu ljóst að þessi kjarni leikmanna virðist ekki til annars fallinn en reyna að ná 50% vinningshlutfallinu.

Það er ekkert leiðinlegt að horfa á Washington spila, en það er dálítið eins og að sjá fólkið reyna við vegginn með boxhönskunum í Wipeout.  Margir lúkka rosalega vel hálfa leið inn á vegginn en liggja svo allt í einu rotaðir í drullupolli áður en þeir geta sagt Hibachi!