Verðum að að óska New York Knicks til hamingju með NBA metið sitt í nótt.
Liðið hóstaði upp 29 þriggja stiga skottilraunum í fyrri hálfleik í
tapi gegn Chicago Bulls. Knicks-menn reyndu alls 43 þriggja stiga skot í leiknum, sem er það næst mesta í sögunni.
En hey, því ekki að reyna þetta þegar maður er með heimsklassa þriggja stiga skyttur eins og Wilson Chandler (28,8%), Chris Duhon (31,5%) og Al Harrington (32,5%)?
Og Phoenix fær líka sérstakar hamingjuóskir fyrir að hafa tapað
SAUTJÁNDA sjónvarpsleiknum sínum í röð í beinni á TNT í nótt. Er það hægt? Aldeilis lúxus fyrir Steve Nash og félaga að vera í beinni á landsvísu.