Við vorum að horfa á fyrri hálfleikinn hjá Boston og Philadelphia með öðru auganu. Letilegri körfuboltaleik höfum við ekki séð í vetur.
Nú vitum við ekkert hvernig
Það koma alltaf svona leikir inn á milli - ekkert við því að gera. Það sem er hinsvegar átakanlegast við þennan leik, er að einn dómarinn er hreint ekki svona latur og heldur að hann sé kominn í sjöunda leik í úrslitum Austurdeildar. Flautar á allt sem hreyfist eins og Forrest Gump á sveppatrippi!
Félaginn tók ekkert aukalega fyrir að kasta Rasheed Wallace út úr húsi, en við sáum hann líka dæma sóknarvillur á stóru mennina hjá Boston fyrir það eitt að draga andann þegar þeir settu letilegar hindranir uppi á lyklinum. Voðaleg læti eru þetta svona mitt í jólaösinni.