Wednesday, January 8, 2014

Josh Smith hefur ekki hugmynd um hvar Davíð keypti ölið - það var a.m.k. ekki í New York


Talsverðar vonir eru nú bundnar við Detroit Pistons. Þar á að vera efniviður til að gera eitthvað í framtíðinni og félagið ítrekaði metnað sinn með því að fá þá Brandon Jennings og Josh Smith til að spila með ungu mönnunum Andre Drummond og Greg Monroe.

Eins og þið vitið kannski, höfum við óhemju gaman af því þegar Josh Smith lætur reyna á stökkskotin sín utan af velli - ekki síst langskotin. Það er sýning. Smith er í raun og veru magnaður körfuboltamaður, en ákvarðanataka hans minnir á emúa á smjörsýru.

Hérna sjáum við Smith reyna að loka New York Knicks í nótt. Það á að rukka tvöfalt verð fyrir svona hágæðaskemmtun.