Wednesday, January 8, 2014

Lítið ástarbréf, merkt X, til Nick Collison







































Það hefur sennilega ekki farið framhjá ykkur hvað við erum hrifin af svari NBA deildarinnar við Darra Hilmarssyni - honum Nick Collison hjá Oklahoma City. Hann hefur verið hjá félaginu síðan það var í Seattle forðum líkt og Kevin Durant.

Collison treður ekki út tölfræðiskýrslur og ekki er hann að safna glansmyndum eða youtube-klippum.

Hann er bara reynslubolti, rulluspilari, varnarmaður, frákastari og hindranasetningamaður.

Veit hvar hann á að vera hverju sinni og skilar undantekningarlítið góðu verki.

Við höfum ekki tölu á leikjunum sem við höfum séð þar sem sóknarfráköst eða stolnir boltar frá Collison hafa ráðið miklu í úrslitum leikja, sem venjulega falla Oklahoma í hag.


Allir þjálfarar í heiminum vilja hafa mann eins og Collison í hópnum hjá sér. Það ber oft ekki mikið á honum, en hann er óhemju mikilvægur hlekkur í liðinu.

En hann er ekki bara mikilvægur á huglægan hátt. Tölfræðimolarnir segja okkur líka hvað hann gerir góða hluti.

Oklahoma skorar 113 stig í hverjum 100 sóknum þegar hann er inni á vellinum, en aðeins 104 þegar hann er utan vallar.

Þá fær liðið aðeins á sig 96 stig per 100 sóknir þegar hann er inná en 99 stig þegar hann situr á bekknum. Nokkuð afgerandi tölfræði.

Hérna fyrir neðan eru nokkur af verkefnunum sem fallið hafa í hendur Nick Collison á undanförnum árum. Þvílíkur munaður að vera með svona fagmenn í liðinu sínu. Nick Collison kann körfubolta og á skilið að fá Thule.

Nick Collison er okkar maður.