Thursday, June 6, 2013
Þú getur betur, Russ
Russell Westbrook ætti með öllu að vera að fá sér te og rist fyrir fyrsta leik í lokaúrslitum NBA í kvöld, en eins og þið vitið er pilturinn á hækjum (eftir að einhver fáviti &%$/%&/%) eftir hnéuppskurð.
Russ á örugglega eftir að komast aftur í úrslitin einn daginn, við höfum ekki áhyggjur af því. Það sem við höfum hinsvegar áhyggjur af - er tónlistarsmekkurinn hjá guttanum. Hann er í einu orði sagt skelfilegur. Það fer ekki svona gæðaleikmönnum að væla með popplögum í falsettu.
Við hefðum til dæmis aldrei náð tvítugsaldri ef við hefðum alltaf verið raulandi lög með Janet Jackson eins og einhverjir ladyboys.
Við urðum því að gera smá breytingar á frétt sem skrifuð var um Russ vin okkar fyrir skömmu. Bara svona til að bjarga andlitinu á honum.
Þú getur betur, Russ. Reyndu að taka hausinn út úr fjósinu á þér og hlusta á almennilega tónlist. Þú spilar ekki lúftgítar við popp sem búið er til í Atari-tölvu!
Efnisflokkar:
Metall
,
Russell Westbrook
,
Taktu þér tak drengur!
,
Tónlistarhornið