
Hann myndaði eitt sterkasta bakvarðapar í sögu deildarinnar með Isiah Thomas félaga sínum og urðu þeir meistarar í tvígang með Pistons árin 1989 og 1990.
Dumars var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna árið 1989 og á myndinni tekur hann við verðlaunum því tengt.
Þá má bæta því við að þeir Mitch Kupchak framkvæmdastjóri Lakers og sjálfur Té-Mákur hjá San Antonio eiga einnig afmæli í dag.
Ekki er það síður merkilegt að Björgvin Páll Gústavsson handboltamaður og Anna Garðarsdóttir knattspyrnukona eiga líka afmæli þennan dag. Það er allt að verða vitlaust hérna!