Sunday, April 14, 2013

Heimskra manna ráð


Hérna fyrir neðan sérðu glæsileg tilþrif frá stórstjörnum Oklahoma City. Fyrst kemur varið skot frá Russell Westbrook og svo kemur Kevin Durant og treður boltanum á hinum enda vallarins. Flottir taktar, ekki satt?



Ekki að mati aganefndar NBA deildarinnar.

Durant missti sig aðeins í fagninu eftir troðsluna sína og renndi puttanum eftir framanverðum hálsinum. Væntanlega til að gefa til kynna að þessum leik myndi Oklahoma ekki tapa ef hann fengi einhverju ráðið. Við höfum oft séð menn gera þetta, skemmst er að minnast bakbrots-látbragðsins frá LeBron James á dögunum.

Haldið þið að Kevin Durant sé með þessu látbragði sínu að leggja til að unga fólkið hlaupi út á götu og skeri næsta mann á háls? Nei, ekki við heldur. Haldið þið að unga fólkið muni hlaupa út á götu og skera einhvern á háls eftir að hafa séð þetta? Ekki við heldur.

Aganefndin ákvað samt að sekta hann um þrjár milljónir króna fyrir þetta.

Það hefði enginn tekið eftir þessu látbragði hjá Durant ef aganefndin hefði ekki farið að blása það upp með þessum fáránlegu afskiptum sínum.

Pólitíski rétttrúnaðurinn, vænisýkin og forræðishyggjan í þessari deild er gjörsamlega ólíðandi. Hún endurspeglar því miður margt af því sem er að í bandarísku samfélagi, sem gefur sig út fyrir að vera æðislegt en er á svo margan hátt æpandi geðveikt.

Nú er bara að bíða eftir því að höfðað verði mál á hendur NBA Ísland fyrir þessi skrif.

Pottþétt.

Djöfulsins vitleysingar.