Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Þeir verða nokkuð lengi að læra nöfnin hver á öðrum pésarnir í Brooklyn, en þegar þeir ráða fram úr því, bíðum við öll spennt eftir að sjá hvort þeir ná að skáka grönnum sínum í Knicks.
Prokhorov hefur engu til sparað frekar en John Hammond á sínum tíma. Hann náði kannski ekki að landa Dwight Howard, en hann verður að fá risaplús í kladdann fyrir að halda Deron Williams og lokka til sín Joe Johnson, svona ef þú gleymir því á hvaða launum hann er. Prokhorov er nákvæmlega sama.
Hann vill bara verða stærri en Knicks og er búinn að stíga fyrsta skrefið.




