Thursday, October 4, 2012

Fjölmiðladagurinn: Celtics


Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.    

Fyndið að sjá Darko hjá Celtics. Í treyju númer 99. Þetta skrifar sig sjálft.

Boston á við 99 vandamál að stríða en Jason Terry er ekki eitt þeirra.

Jason Terry er hinsvegar enginn jóker. Hann er jákvæðasti leikmaður í NBA deildinni, hefur sannað sig á stóra sviðinu, spilar með púka á öxlinni (Dallas vildi hann ekki) og er góður liðsfélagi. Hann á eftir að smella inn í Boston-liðið og fylla skarð Ray Allen meira en tvisvar sinnum.

Það er ekki talað mikið um það, en enginn leikmaður í NBA deildinni er með betri tölfræði en Jason Terry á lokamínútum leikja síðustu tvö ár. Kemur raunar enginn nálægt honum.

Við vorum aldrei svo hrifin af Jet en lærðum að elska hann út af þeim góða anda sem alltaf gusaðist af honum. Terry sprakk svo út þegar Dallas vann titilinn og neyddi okkur öll til að viðurkenna að hann var bara drulluflottur spilari. Ekki oft sem svona gerist, en dásamlegt engu að síður.

Nóg um það. Hér eru myndir af Jason Terry og hvítum gaurum.