Thursday, October 4, 2012
Fjölmiðladagurinn: Mavericks
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október.
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Það eru mörg ný andlit hjá Dallas núna. Slatti af sæmilegum leikmönnum, þó allir virðist sammála um að Dallas eigi enga möguleika á að vinna annan meistaratitil.
Í stað þess að velta okkur upp úr því hvað Dallas er búið að semja við marga leikmenn, langar okkur frekar að spá í það hversu mikið Vince Carter hefur fitnað, hvort hann hefur fitnað meira en Lamar Odom og hvað hann var að gera á fjölmiðladaginn. Meira um það síðar.
Efnisflokkar:
Fjölmiðladagurinn
,
Leikmannamál
,
Mavericks