Thursday, October 4, 2012

Fjölmiðladagurinn: Bulls


Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. 
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.  


Veturinn hjá Chicago Bulls verður langur eins og biðin eftir Derrick Rose.

Áhugaverð endurkoma Kirk Hinrich og nærvera Nazr Mohammed (sem er nú hjá sínu 200. liði á ferlinum) breytir engu um það. Þú veist að liðið þitt er í vandræðum ef það sér ástæðu til að skrifa undir samning við Nate Robinson.

Frammistaða Carlos Boozer á fjölmiðladeginum var þó nóg til að fá stuðningsmenn Bulls til að gleyma vandræðum sínum í nokkra klukkutíma.