Thursday, October 4, 2012
Fjölmiðladagurinn: Adam Morrison
Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október.
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Adam Morrison er enn að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta. Segist ætla að hætta að reyna við NBA ef hann fær ekki sæti í liði Portland Trailblazers í vetur.
Við getum örugglega lært eitthvað af Adam Morrison. Við höfum bara engan áhuga á því.
Adam Morrison er besta dæmið um af hverju við horfum ekki á háskólaboltann. Við nennum ekki að eyða tíma í að horfa á bandaríska krakka spila körfubolta. Það værður nægur tími til að horfa á þá þegar þeir verða atvinnumenn og fara að geta sett lóð á stöngina í bekknum.
Efnisflokkar:
Adam Morrison
,
Fjölmiðladagurinn