Thursday, October 4, 2012

Fjölmiðladagurinn: Knicks


Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. 
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.  

Við gátum ekki annað en hlegið þegar við gerðum okkur grein fyrir því hve margir gamlir karlar eru komnir til New York Knicks. Hvað ætla þessir menn að gera í vetur?

Þeir eru komnir með leikstjórnanda sem er með bumbu og HELLING af mjög gömlum mönnum.

Ef við værum ekki að drepast í bakinu - og ef okkur væri ekki svona leiðinlega skítsama um Knicks (sem er reyndar lygi sem við viljum að þið trúið) - hefðum við farið á kostum í að Photoshoppa myndirnar hérna fyrir neðan.

Enginn tími í það núna. Það eru fleiri lið í deildinni.