Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október.
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.

Raunveruleikastjarnan Odom hefur greinilega ákveðið að hrista af sér vandræðin í fyrra og ná ferlinum á beinu brautina á ný, því hann er feitari en eiginkonan þegar hann mætir í æfingabúðir. Við erum að tala um Shawn Kemp-feitur! Plís, Lamar, ekki drulla meira yfir ferilinn þinn.
2010 Lamar myndi gera Clippers-liðið hættulegt, en við óttumst mjög að hann verði í drullunni áfram.
Það sem við höfum svo meiri áhyggjur af er að besti miðherji liðsins, Reggie Evans, er farinn til Nets. Clippers getur því ekki treyst á hann lengur til að beila út ræfilinn sem er í byrjunarliðinu og getur ekkert nema troðið huggulega. Lesist: EKKERT.
Sem betur fer er hópmyndin af Clippers með Vinnie Del Negro ekkert vandræðaleg eða neitt svoleiðis. Það er vandræðalegt hvað hann heldur vinnunni aumingja maðurinn. Liðsins vegna, vonum við að það tapi tíu af fyrstu þrettán leikjum sínum svo Del Negro verði sparkað í burtu.
Af hverju í andskotanum er Nate McMillan enn atvinnulaus?
