Connie Hawkins var mjög sérstakur leikmaður og einn af fyrstu skemmtikröftum deildarinnar.
Hann var frumherji sem slíkur og í dag er hann hvorki meira né minna en sjötugur.
Hawkins spilaði bæði stöðu miðherja og framherja og var þekktur fyrir að vera mjög kúnstugur með boltann, sem ekki var algengt þegar svo stórir menn voru annars vegar.
Hann hefur alla tíð verið mikil goðsögn og til eru óhemju margar sögur um hæfileika hans og galdrabrögð, en það voru auðvitað ekki allir með myndavél í grillinu 24/7 í þá daga eins og nú.
Ferill Hawkins varð aldrei eins glæstur og vonir hans stóðu til um eftir að hann flæktist í veðmálahneyksli, þó aldrei tækist að sanna eitt eða neitt á hann.
Hann hlaut þó uppreisn æru árið 1992, þegar hann hlaut inngöngu í Heiðurshöllina.
Að sjálfssögðu er til bók um þetta allt saman og við skorum á ykkur að taka Connie Hawkins fyrir næst þegar þið takið NBA 101 og kynnið ykkur sögu leiksins.