Thursday, July 19, 2012
Alvan Adams á afmæli í dag
Alvan Adams er afmælisbarn dagsins, en hann lék allan sinn feril með Phoenix Suns. Ferill Adams var nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að hann byrjaði á toppnum en dalaði svo næstu 11 árin.
Miðherjinn Adams var útnefndur nýliði ársins árið 1976 og var lykilmaður í liði Phoenix sem fór þá óvænt alla leið í lokaúrslitin þar sem það mátti játa sig sigrað gegn Boston Celtics í sögulegri seríu.
Alvan Adams var með flottar tölur á nýliðaárinu sínu ´76. Hann skoraði 19 stig að meðaltali í leik, hirti 9 fráköst, gaf 5,6 stoðsendingar og var með 110+ í bæði vörðum skotum og stolnum boltum. Sem sé ekkert slor ár hjá nýliðanum, sem í dag er 58 ára gamall.
Þeir LaMarcus Aldridge (28) og Adam Morrison (27) eiga líka afmæli þennan dag.