
Eftirfarandi fullyrðing liggur svo þungt á okkur að hún varð að fara í sér færslu með sér mynd. Ertu klár?
Lakers hefði unnið leikinn í gær ef Sasha Vujacic væri ekki svona óendanlega, ógeðslega, ömurlega, fáránlega og ekki má gleyma ótrúlega - lélegur körfuboltamaður. Og það er bara staðreynd.
Sasha hitti úr 1 af 6 skotum sínum í gær. 0-5 í þristum. Og þetta voru GAL-opnir þristar á mjög krúsjal tímapunktum í leiknum. Óskiljanlegt það traust sem Phil Jackson ber til leikmanns sem hefur verið afleitur síðustu tvö ár.
Það eru sterkari körfuboltamenn en Sasha Vujacic í Hetti á Egilsstöðum og það er staðreynd!