Saturday, February 6, 2010
Norðvesturslagur í Orkulausnahöll í kvöld
Í kvöld er á dagskrá NBA leikur sem hefur alla burði til að verða leiðinlegasti körfuboltaleikur allra tíma þegar Detroit tekur á móti New Jersey.
Tilhugsunin um að horfa á viðureign þessara aumu drulluhauga af liðum er álíka spennandi og að fara í ristilspeglun og rótarfyllingu samtímis - án deyfingar.*
Nei, þá horfum við frekar á Utah taka á móti Denver í beinni á NBA TV klukkan 2:00 í nótt.
Norðvesturslagur af bestu sort. Mikið í húfi. Denver pakkaði Lakers saman í gær og hefur unnið 11 af síðustu 13 þrátt fyrir að Melo hafi misst úr meira en helminginn af þessum leikjum.
Jazz hefur unnið 11 af síðustu 12 og sjö í röð og hefur klifið hratt upp töfluna að undanförnu. Þetta verður hressandi.
* Afsakið þessa gremju og grafískar lýsingar. Við þolum bara ekki vesæl lið sem spila ömurlega og eiga sér ekkert til málsbóta.