Wednesday, January 27, 2010
Greg Oden finnst gaman að taka myndir af... hlutum.
Á Íslandi, og reyndar víðar, er til siðs að þegja bara og bíða það af sér þegar menn drulla upp á bak.
Það gera bæði stjórnmálamenn og íþróttamenn. Og við gerum þeim yfirleitt þann greiða að gleyma því bara með þeim. Borgar sig ekki að velta sér upp úr fortíðarskandölum og leiðindum.
Við vonum að svo verði með aumingja Greg Oden, sem í kvöld viðurkenndi, harmaði og baðst afsökunar á því að nektarmyndir af honum væru nú komnar út um allt á netinu. Myndirnar sendi hann fyrrum kærustunni sinni í síma fyrir 1-2 árum síðan. Gott múv.
Líklega hefði Oden átt að þegja bara yfir þessu og láta storminn líða hjá. Það gera flestir íþróttamenn þegar svona kemur upp. Nú eða neita þessu. Það er hægt að gera eitt og annað í Photoshop eins og lesendur þessarar síðu hafa eflaust tekið eftir (takk fyrir, takk). En ekki Oden. Hann játaði allt og sagði sorry. Búið mál? Kemur í ljós.
Nú eru eflaust flestir að hugsa með sér; og hvað? Hvar eru þessar myndir? Af hverju eru þær ekki hérna á síðunni?
Við höfum umræddar myndir undir höndum, en getum ekki birt þær óritskoðaðar. Lesendur okkar eru margir hverjir í yngri kantinum og með auðsærða blygðunarkennd.
Það eina sem við höfum um myndirnar að segja er að með þeim gerir Oden ekkert til að eyða steglingsmyndum um stærðarhlutföll ákveðinna líkamshluta Afríkuættaðra Bandaríkjamanna.