
Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs tók hann því upp á því að detta niður stiga heima hjá sér og slasa sig.
Hann verður því ekki með liði sínu gegn Sacramento í nótt. Lamar Odom kemur inn í byrjunarlið Lakers í hans stað.
Afsakið tortryggnina, en þessi frétt hljómar álíka trúlega í okkar eyrum og ef einhver hefði sagt okkur að Hemmi Gunn og Mariah Carey væru búin að stofna dauðarokkshljómsveit sem þegar væri byrjuð að æfa fyrir Eistnaflug 2010 í bílskúrnum hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Allir vissu að Lakers-menn væru að taka áhættu með því að fá Artest í sínar raðir. Þeir hefðu þó líklega tekið því ef einhver hefði sagt þeim fyrir skiptin að sem Lakers-maður ætti hann bara eftir að gefa út eina fáránlega yfirlýsingu og hrasa um jólapakka niður stigann heima hjá sér á almanaksárinu.