Saturday, December 26, 2009

Ritstjórnin les og étur konfekt



Það er rólegt hérna á skrifstofunni í dag. Við nennum bara ekki að skrifa mikið núna. Það er svo mikið af mat sem þarf að borða og bókum sem þarf að lesa.

Við erum t.d. á kafi í bók Bill Simmons núna, sem er ekki leiðinlegt, svona með fimmtán kílóum af konfekti og jólaöli.

Jólaleikirnir í gærkvöldi voru skrítnir og skemmtilegir.

Meistarar Lakers voru grátlega lélegir og létu Cleveland pakka sér saman á sínum eigin heimavelli. Við erum ekki hissa á því að stuðningsmenn þeirra gulu hafi kastað drasli inn á völlinn. Við hefðum líka gert það ef liðið okkar hefði spilað svona eins og aumingjar.

Boston vann flottan sigur í Orlando án Paul Pierce. Rondo (17/13/8) skilaði huggulegri línu. Dwight frákastar eins og óður maður en bauð upp á 1-7 í skotum. Orlando á ekki möguleika í Boston ef þeir grænu verða heilir í vetur. Þið lásuð það hér.

Miðherjaleysið á eflaust eftir að reynast Portland illa á köflum í vetur, en að okkar mati hentar það Blazers miklu betur að spila minnibolta. Sjáið bara sigurinn á Denver í gær. Roy með 40 þegar hann er laus við þessa hlunka úr teignum ;)