
Tvær stéttir manna láta sér fátt um finnast við þessar aðstæður, enda öllu vanar. Píparar og blaðamenn.
Steve Greenberg á Sporting News er líklega bæði. Stórkostlegt viðtal hans við Ron Artest hefur farið sem eldur í sinu um netheima í dag, með fyrirsjáanlegu fjaðrafoki.
Þar segist Artest stundum hafa hresst sig við með því að fá sér Konna í hálfleik þegar hann spilaði með Chicago Bulls á árum áður. Þá segir hann að Hallaruppþotið fræga í Detroit hafi ekki verið sér að kenna.
Sniðugt hjá þeim að geyma þennan mola á lager og kasta honum fram þegar Iverson var búinn að skrifa undir.