
Það var rétt áður en Dallas hitti úr 17 af 19 skotum utan af velli og 10-10 á vítalínunni á leið sinni að 49 stiga öðrum leikhluta. Dirk og Kidd döðruðu við þrennu í þessum hryllingi.
Byrjunarlið Dallas spilaði eiginlega undarlega margar mínútur í ljósi þess að forystan var orðin 30+ fljótlega í síðari hálfleik. En þetta var líklega leikur sem Rick Carlisle vildi vera viss um að missa ekki frá sér.
Það fór því eins og við spáðum svo djarflega í einum af fyrstu færslunum hér á NBA Ísland. New Jersey er