Thursday, December 3, 2009

New Jersey með heimsmet hér!


"Koma svo strákar! Mössum þetta hérna!" hefur Tom Barrise, settur þjálfari New Jersey Nets, eflaust sagt við drengina sína að loknum fyrsta leikhluta í stöðunni 28-28 gegn Dallas í nótt.

Það var rétt áður en Dallas hitti úr 17 af 19 skotum utan af velli og 10-10 á vítalínunni á leið sinni að 49 stiga öðrum leikhluta. Dirk og Kidd döðruðu við þrennu í þessum hryllingi.

Byrjunarlið Dallas spilaði eiginlega undarlega margar mínútur í ljósi þess að forystan var orðin 30+ fljótlega í síðari hálfleik. En þetta var líklega leikur sem Rick Carlisle vildi vera viss um að missa ekki frá sér.

Það fór því eins og við spáðum svo djarflega í einum af fyrstu færslunum hér á NBA Ísland. New Jersey er lélegasta lið í heimi búið að slá NBA metið yfir flest töp í röð í upphafi leiktíðar. Átján. Hressandi.