Wednesday, December 2, 2009

Og svarið er....


.... Philadelphia.

Mesti stríðsmaður Fíladelfíuborgar, síðan Rocky var að lúskra á Ivan Drago, hefur ákveðið að snúa heim.  

Allen Iverson hefur skrifað undir eins árs samning við félagið sem tók hann í nýliðavalinu og brauðfæddi hann í áratug.

Hann sættir sig við að vera í hópi lægstlaunuðustu leikmanna NBA. Fær ekki nema 160 milljónir króna fyrir árið.

Það er reyndar nógu há upphæð til að reka NBA Ísland í (pása til að reikna) fimmtíu og átta ár, en skítakaup engu að síður.

Þá er búið að ganga frá pappírunum og nú er ekki annað en skrúfa frá dramakrönunum í Fíladelfíu.