Wednesday, December 2, 2009

Busar mánaðarins


Brandon Jennings hjá Milwaukee Bucks og Tyreke Evans hjá Sacramento Kings eru nýliðar nóvembermánaðar í NBA deildinni. Símanýliðar mánaðarins.

Venjulega væri okkur slétt sama um slíkt en þessir tveir hafa náð að opna augu ritsjórnar með huggulegum leik í byrjun tímabils.

Í þessum stutta pistli á nba.com er stiklað á stóru yfir afrek drengjanna í nóvember.

Jennings vakti auðvitað verðskuldaða athygli fyrir ótrúlegan leik sinn gegn Golden State um daginn. Það er ekki á hverjum degi sem nýliðar bjóða upp á svona sprengingar.

Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvort menn eins og Jennings geta haldið svona lagað út eitthvað fram á næsta ár en við ætlum ekki að tuða yfir því hér.  Nýliðar skora einfaldlega ekki 55 stig á hverju ári - hvort sem það er gegn ógnarsterkum varnarliðum eins og Golden State eða ekki...