Útúrdúr er sannarlega eitt af skemmtilegri orðunum í íslenskri tungu. Drulla, Rolla og Útúrdúr. Gaman.
Við gátum ekki annað en brosað þegar við sáum fréttina af
Marion Jones og
viðleitni hennar til að spila í WNBA. Brosað og/eða farið aðeins að leika okkur í Photoshop.
Marion vill ólm nota hvert tækifæri til að rétta úr kútnum eftir að hún losnaði úr grjótinu.
Ben Johnson ætlaði líka alltaf að reyna fyrir sér í NFL eftir að hafa verið sviptur gullinu ´88. Svo fór hann að hanga með
Maradona og þá fór allt í ruglið hjá honum.
Þetta var "ekkert svo mikið NBA-þanki dagsins" hjá okkur. Sumir hlutir eru bara of fallegir til að láta þá í friði.