Wednesday, March 19, 2014

Nýtt hlaðvarp



Úrslitakeppnin í úrvalsdeild karla í körfubolta byrjar á fimmtudagskvöldið.

Hlaðvarp NBA Ísland hitar upp með því að heyra í tveimur köppum sem þekkja deildina inn og út, en þeir segja okkur hverju er að búast í rimmunum fjórum.

Fyrri viðmælandi Baldurs Beck í hlaðvarpinu er Kjartan Atli Kjartansson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, en hann verður nú klæddur í jakkaföt þegar hann sé félaga sína á kunnuglegum slóðum í úrslitakeppninni - að etja kappi við Keflavík. Eins margir muna hefur verið grannt á því góða milli þessara tveggja liða og því gætum við átt á bæði jafnri og harðri baráttu í þessu einvígi.

Þeir Baldur og Kjartan líta svo auðvitað á hin einvígin þrjú; KR-Snæfell, Grindavík-Þór og Njarðvík-Haukar. Rimmurnar hefjast á fimmtudag og föstudag, svo það er upplagt að heyra hvað Kjartan hefur um málin að segja.

Næsti viðmælandi á dagskránni er svo ritstjóri karfan.is - Jón Björn Ólafsson - en viðtalið við hann verður komið inn á Hlaðvarpssíðuna áður en úrslitakeppnin hefst, svo það er um að gera að fylgjast vel með á NBA Ísland núna.

Fullt af fólki hefur enn ekki hugmynd um að NBA Ísland sé að bjóða upp á hlaðvarp, sem er ekkert spes. Myndin hérna fyrir neðan ætti þó að gefa nokkrar vísbendingar um leyndarmálið og hvernig nálgast má nýjustu hlaðvarpsþættina með því að smella á nokkra hnappa.
























Nú, ef allir tenglarnir þarna fyrir ofan eru ónýtir og myndin segir þér ekki neitt, gefum við þér einn séns í viðbót til að nálgast góðgætið - og það er með því að smella þá hér.

Eins er ykkur að sjálfssögðu alltaf frjálst að leggja okkur hérna á ritstjórninni lið með frjálsum framlögum. Það getið þið gert með því að smella á gula hnappinn til hægri á síðunni sem á stendur "Þitt framlag" (sjá: myndina hér fyrir ofan) og leggja upphæð að eigin vali í púkkið í gegn um paypal-þjónustuna. Ef þú hefur ekki tök á að nota hana, en langar að leggja okkur lið, máttu senda línu á nbaisland@gmail.com.

Framlög lesenda síðunnar eru ómetanlegur partur af starfinu á ritstjórninni, því þau hjálpa til við rekstrarkostnaðinn. Rétt er að nota þetta tækifæri og þakka þeim sem hafa lagt okkur lið sérstaklega fyrir hjálpina. Þið eruð ómissandi partur af liðinu.