Þessi gamli skarfur varð 92 ára gamall um helgina. Það er merkilegt fyrir þær sakir að hann hefur unnið fyrir NBA deildina frá því hún var stofnuð árið 1946 og er enn að! Þetta er tölfræðigúrúinn Harvey Pollack.* Vart þarf að taka fram að hann er eini maðurinn sem starfað hefur tengt deildinni frá upphafi
Hver í fjandanum er það nú, gæti einhver spurt Jæja, ætli hann sé ekki í rauninni þekktastur fyrir að vera maðurinn sem hélt utan um tölfræðina þegar Wilt Chamberlain varð fyrsti og eini maðurinn til að skora 100 stig í leik í NBA deildinni. Hann skrifaði líka "100" á þetta ljómandi fallega blað sem Wilt hélt á í myndatökunni eftir leikinn. Leggenderí stöff, mar!
Fullyrðir líka að Wilt hafi einu sinni hitt úr 35 skotum í röð frá einum leik yfir í annan.
Hvað um allt þetta. Við ákváðum að skrifa smá pung um gamla manninn til gamans, en þegar við vorum að leita af myndum af honum, rákumst við á stórkostlegt efni.
Hér er á ferðinni grein sem Pollack skrifar á nba.com um vin sinn Wilt Chamberlain í tilefni af sjötugsafmæli miðherjans (sem lést reyndar rétt rúmlega sextugur árið 1999).
Sá gamli hefur pistilinn á því að lýsa því yfir að Wilt sé besti leikmaður sögunnar og segir í framhaldi nokkrar sögur af honum eins og venja er þegar Chamberlain er annars vegar.
En það er bara til að hita upp. Svo fer hann að tala um hvað Wilt hafi verið mikill vinur sinn - svo mikill vinur sinn að hann hafi bara eiginlega verið kominn með leið á honum. Takið svo sérstaklega eftir því hvað maðurinn hefur skemmtilega hófstilltar hugmyndir um eigið ágæti:
* => Maðurinn heitir reyndar Herbert Harvey Pollack.
Herbert, já.