Friday, January 17, 2014

Fulltrúi NBA Ísland á Úlfavaktinni í Heiðurshöllina


Lesendur NBA Ísland eru alltaf á ferð og flugi og það er dásamlegt hvað þeir eru duglegir við að fara á NBA leiki sem fulltrúar NBA Ísland klæddir í bolinn góða.

Nýjasta myndin frá þessu tilefni er sannarlega með þeim dýrari sem borist hafa, en þar fer enginn annar en séra Guðni Már Harðarson úr Lindasókn í Kópavogi. Séra Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir og er einn harðasti stuðningsmaður Minnesota Úlfanna hér á landi.

Guðni var svo heppinn að fá að stunda nám í Minnesota og gat því laumað sér á leiki með Úlfunum af og til. Úlfavaktin góða er orðin alþekkt fyrirbæri hjá NBA-hneigðum Twitternotendum sem eiga það til að vaka fram eftir nóttu.

Ritstjórn NBA Ísland er óhemju montin af því að geta kallað séra Guðna fýsískan fulltrúa síðunnar á Úlfavaktinni.

Við ætlum því að nota þetta tækifæri til að tilkynna ykkur að séra Guðni Már hefur hér með verið innvígður í Heiðurshöll NBA Ísland fyrir að standa Úlfavaktina af drengskap fyrir hönd síðunnar og hreinlega fyrir að vera toppmaður í alla staði. Hann lengi lifi - húrra, húrra, húrra!