Wednesday, September 19, 2012

Aftur á skrifstofuna


Ritstjórn NBA Ísland er nú mætt aftur til starfa eftir smá sumarleyfi.

Það var ekkert minna en dásamlegt að skreppa aðeins í sólina.

Við vonum að þetta hafi ekki valdið lesendum miklum óþægindum.

Við erum með bullandi samviskubit yfir því að vera að loka sjoppunni svona, en það borgar sig að hlaða rafhlöðurnar fyrir veturinn.

Það er ýmislegt skemmtilegt framundan. Kannski þurfum við að ræða eitt og annað frá síðasta vetri, spá í spilin fyrir komandi leiktíð og auðvitað huga að heimabrugginu, en nú er t.d. Reykjanesmótið farið í gang.

Þá er á stefnuskránni að keyra hlaðvarpið aftur í gang og svo er alltaf eitt og annað klassískt og tímalaust sem dettur inn á borðið eins og til dæmis pistill um launahæstu leikmenn í sögu NBA deildarinnar.

Það er því um að gera að byrja aftur að líta daglega við á NBA Ísland og reyna að fyrirgefa ritstjórninni það að stinga svona af í frí án þess að tilkynna það kóngi eða presti.