Sunday, February 20, 2011

Þeir tróðu körfuboltum


Margir hafa eflaust fengið meltingartruflanir yfir því að Blake Griffin skuli hafa farið með sigur af hólmi í troðkeppninni í gær.

Auðvitað átti hann að vinna þessa keppni á heimavelli. Sennilega löngu búið að ákveða það.Hefði þurft að drulla á sig til að vinna ekki.

Troðkeppnin hefur annars verið með skárra móti í ár ef marka má tilþrifin sem við höfum séð. 

Menn voru þarna að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug og fengu alls ekki nógu mikið kúdós fyrir það.

Einu sinni hefðum við sennilega látið það fara í taugarnar á okkur að Griffin hafi verið færður sigurinn í þessari keppni, en við megum ekki gleyma því að Stjörnuhelgin og allt í kring um hana er bara léttur fíflagangur og sýning.

Það fyrsta sem vekur athygli ungra manna og framtíðar nba-áhangenda er þegar þeir sjá troðslurnar og tilþrifin. Þannig var það með okkur og kannski með þig líka.