Monday, December 13, 2010
Tvíhyggja
Nokkuð hefur borið á því í vetur að lið séu að mæta Dwight Howard einn á einn í stað þess að tvídekka hann eins og gjarnan hefur tíðkast.
Það þykir mörgum byltingarkennd hugmynd. Ekki okkur.
Dwight Howard hefur 34 sinnum skorað 30 stig eða meira á rúmlega sex ára ferli sínum í NBA. Þrjátíu og flippin fjórum sinnum!
Til samanburðar skoraði Kevin Durant 30 stig eða meira 48 sinnum bara á síðustu leiktíð. Væri kannski nær að reyna að tvídekka hann.
Hvernig fá menn það út að það sé stórhættulegt að mæta Howard einn á einn þegar hann skorar örsjaldan yfir 30 stig og lykillinn að því að halda Orlando í skefjum er að passa þriggja stiga línuna?
Svona höfum við ekki hundsvit á körfubolta.