Kannski þarf Ísland fleiri menn eins og Ralph Lawler sem lýsir leikjum LA Clippers í NBA.
Clippers-menn tóku á móti Orlando í nótt og voru gjörsamlega hamraðir framan af í leiknum. Voru undir 35-14 eftir fyrsta leikhluta og 59-40 í hálfleik. Á heimavelli. Áður en farið var í auglýsingar í hálfleiknum sagði Lawler:
"Þetta leit skelfilega út þegar Clippers var 25 stigum undir þarna á kafla en nú er liðið komið í gang, munurinn ekki nema nítján stig og leikurinn er galopinn."
Það er ekki hægt að kenna svona hugarfar.
Oh me, oh my - Bingooooo!